Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 57
HAMINGJUSÖM ÆSKA
55
heldur áfram að vaxa undir
höndum þeirra; suma daga
lengist hún um þúsund metra.
Við fórum upp í æskulýðslest-
ina í Brcko (Britsko) þar sem
hún greinist frá aðalbrautinni
milli Belgrad og Zagreb, og ók-
um eins langt og hún náði.
Fyrstu tuttugu kílómetrana
ókum við í mótorlest, sjálf
brautin var fullgerð, hér og þar
voru smáhópar að reisa merkis-
stengur, grafa brunna, reisa
stöðvarbyggingar og bústaði
fyrir brautarverði. Ég hef sjálf-
ur í æsku unnið við brunngröft
og byggingar, en aldrei við svo
dýrleg skilyrði; það var nánast
strit í súrum svita, sem gaf af
sér lítinn mat og enn minni
gleði. Hér klæjaði mann blátt
áfram í lófana eftir að vera með.
Verkfærin léku 1 höndum flestra,
og það var hrynjandi í vinn-
unni; ungar, brúnleitar stúlkur
munduðu múrskeiðar og halla-
mæla eins og þær hefðu aldrei
gert annað. Það sást greinilega
á vinnuskipun og verklagi
hverjir voru sveitamenn, hand-
iðnaðarmenn eða skólanemend-
ur; — háskólastúdentar voru
ákafastir við vinnuna, eins og
þeim fyndist þeir vera á eftir
hinum og þyrftu að flýta sér að
vinna það upp.
Þeim 60.000 æskumanna, sem
unnið hafa að byggingu braut-
arinnar, er skipt í þrjár deildir,
sem hver átti að vinna í tvo
mánuði, eða sem svarar sumar-
leyfi. Það er því raunverulega
tuttugu þúsund manna lið, sem
hefir byggt brautina, og afhent
hana fullgerða á nákvæmlega
sex mánuðum eftir að verkið var
hafið. Og hverskonar lið ? Ungir
sjálfboðaliðar af báðum kynj-
um úr öllum héruðum hins
júgóslavíska lýðveldis, og auk
þess smáhópar æskumanna
frá ýmsum öðrum löndum.
Hvernig hefir nú þessum sex-
tíu þúsund æskumönnum, sem
margir hverjir hafa aldrei unn-
ið líkamlega vinnu, orðið af að
vinna þetta verk, sem sennilega
er mesta stórvirkið er æska
nokkurs lands hefir tekizt á
hendur? Jú, það er hraustleg
æska, sem gefur að líta, nú þegar
verkinu er að verða lokið,
vöðvastælt og eirrauð á hörund.
Veikindi eru næstum óþekkt
fyrirbrigði í tjaldbúðunum með-
fram brautinni, og mjög fáir
hafa gefizt upp vegna þess að
vinnan var of erfið, eða af því
að hugsjónin brást. Aftur á