Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 94
Málgefna konan í Lansdowne-tröðinni.
Smásaga,
eftir Mlchael Arlen.
ETTA er saga um vin minn
George Tarlyon, sem er
hraustur maður og ekki lygnari
en gengur og gerist. Auðvitað
ætti George Tarlyon að vera
vitrari en svo, að hræðast að
ganga eftir Lansdowne-tröðinni
að næturþeli. En þú getur
hamrað á því við hann, þangað
til þú verður þrútinn í andlitinu,
og hann mun brosa að þér og
samþykkja, en samt mun hann
ekki fara um Landsdowne-tröð-
ina að nóttu til, og segja þér að
hann sé hræddur. Og þegar þú
spyrð hann, hvað hann hræðist,
mun hann brosa feimnislaust og
svara því til, að hann taki á sig
krók framhjá Lansdowne-tröð-
inni, af því að hann sé hræddur
um að hitta þar konu. Þá munt
þú þegar láta í Ijósi óþolinmæði,
vantrú og fyrirlitningu, því
aldrei nokkurntíma muntu hafa
orðið þess var, að kaldur sviti
brytist út á enni George Tarly-
ons í návist kvenna, en það er
merki um siðprútt einurðar-
leysi hjá karlmanni. Og þá kann
að vera að þú hæðist að George
Tarlyon og gleymir andartak, að
hann er höfði hærri en nokkur
bráðlyndur maður ætti að vera,
og þú hyggst að leiða hann í
allan sannleika um ástæðuna,
eða ástæðurnar til þess, að
hann, þekktur stríðsmaður frá
mörgum vígvöllum, allt frá
Ranelagh til Vimy Ridge, ætti
ekki að óttast að mæta konu í
Lansdowne-tröðinni. Og kannski.
segir George Tarlyon þér sög-
una, og kannski segir hann þér
hana ekki.
Nú á dögum, þegar ferðalög
eru svo auðveld og þægindi
ferðamanna svo mikil, þarf
varla að útskýra það, að
Lansdowne-tröð er mjór stígur
á milli tveggja hárra veggja, og
að þessi stígur liðast á milli um-
ráðasvæða Devonshirehallarinn-
ar og Lansdownehallarinnar..
Menn minnast þess tíma, þegar
við og við varð að ganga.
undir létta trébrú í miðri tröð-