Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 61
KARTÖFLUBJALLAN
59
Kartöflugarðarnir urðu nýtt
nægtabúr fyrir Coloradobjöll-
una, og þar gat hún lifað við
allsnægtir, sem tóku langt fram
viðurværi hennar áður, dreifðu
villijurtunum. Bjallan beið
heldur ekki boðanna, en réðist
þegar í stað á garðana. Við
þessi nýju lífsskilyrði tók henni
að fjölga ákaflega ört, og það
svo mjög, að hinir eðlilegu óvin-
ir hennar fengu ekki við neitt
ráðið.
Áður en leið á löngu, varð ó-
kleift að rækta kartöflur; grös-
in voru étin upp jafnóðum og
þau gægðust upp úr moldinni.
Þetta kom sér illa fyrir land-
nemana, en verra var það þó
fyrir íbúa eystri byggðanna, að
bjöllurnar tóka að líða af fæðu-
skorti, sökum offjölgunar.
Á svæðinu milli Atlanzhafs
og Klettafjallanna voru kart-
öflugarðar, sem námu hundruð
þúsunda ekra, og þar beið
bjallanna nægur matarforði,
enda tóku þær að færa sig aust-
ur á bóginn.
Á tíu árum æddu þær yfir
geysistórt landflæmi, og kom-
ust m. a. til Kanada. Árið 1865
voru þær orðnar slík plága í
Illinoisfylki, að þær voru jafn-
vel komnar inn í hús í borgun-
um.
Átta árum síðar var bjallan
komin alla leið til austurstrand-
arinnar, til New York og Ver-
mont. Blöðin ræddu pláguna
mikið og stungið var upp
á margskonar ráðum til þess
að stemma stigu við henni.
Hagnýtasta ráðið var að sleppa
tömdum fuglum í garðana; þeir
átu mikið af bjöllunni, og það
gerðu viltir fuglar líka, en þetta
ráð var þó ekki einhlítt, því að
viðkoman var gífurleg. Betra
var að úða garðana með eitur-
efninu Kopar-acetoarsenit. Með
þeirri aðferð tókst að tryggja
sæmilega uppskeru, en þetta var
seinlegt og kostnaðarsamt verk.
Austan Atlanzhafs fylgdust
menn með þessum viðburðum
með ugg og kvíða. Flestar ríkis-
stjórnir í Evrópu flýttu sér að
setja bann við innflutningi kart-
aflna og fræs frá Bandaríkjun-
um.
Brezka stjórnin hafði ekki
gert neinar ráðstafanir, enda
þótt margar smálestir af ame-
rísku útsæði kæmu árlega til
landsins. En Konunglega bún-
aðarfélagið var þó ekki alls
kostar í rónni og hafði gætur
á öllu. Árið 1875 sendi félagið
8*