Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 95
MÁLGEFNA KONAN 1 LANDSDOWNE-TRÖÐINNX
93
inni, sem hafði verið sett upp
yfir nóttina milli hinna háu
veggja, og hvað fólkinu virtist
gaman að hugsa sér það, að ef
til vill ætlaði markgreifafrúin
af Lansdowne að ganga yfirum
og heimsækja hertogann af
Devonshire þann dag. En ekk-
ert slíkt gerist nú á dögum, því
að Devonshirehöllin stendur
auð og bíður örlaga sinna, og
Lansdownehöllina leigir tiginn
útlendingur. En það er ennþá
einhver lénstímabragur yfir
Lansdownetröðinni, því gatan
er einkaeign, og einn dag á
hverju ári sendir lávarðurinn af
Lansdowne menn sína til að
loka og setja slár fyrir dyrnar í
endum traðarinnar. En það
hefir hann rétt til að gera, því
að eina aðferðin, sem maður hef-
ir til að sýna, að einhver tröð sé
hans tröð, er sú, að loka henni
fyrir öllum öðrum einn dag á
hverju ári; daginn getur hann
valið eftir geðþótta. Um Lans-
downe-tröðina getur hinn fót-
gangandi maður (eðatveirmenn,
sem ganga samhliða, því það
verður ekki á allt kosið) gengið
364 daga á ári beina leið frá
Curzonstræti til Berkelystrætis,
og þannig sparað sér feikna
krók með því að ganga hringinn
eftir Piccadilly eða Berkely-
torgi. Einnig verður að minnast
á gamlan mann, sem 364 daga á
ári gengur um tröðina með sófl,
eða hallar stundum sóflinum
upp að veggnum og sezt niður
á endann á mjóum trékassa,
sem hann flytur með sér á
hverjum morgni í því skyni. En
hann hefir reyndar ekki sérlega
mikinn tíma til að sitja á kass-
anum sínum, því að allt haust-
ið sópar hann.burtu laufunum,
til allrar hamingju árangurs-
laust, og á öllum öðrum tímum
ársins missir maður ekki svo
pappírsmiða, appelsínuhýði eða
sígarettustubb, að hann sópi
því ekki í burtu tafarlaust. Og
allan ársins hring heilsar hann
vingjarnlega þeim, sem framhjá
fara.
Jæja, nótt eina í maí, ári eftir
að sagt var að friður væri kom-
inn á í heiminum, bar svo til,
að George Tarlyon þurfti að
ganga í vesturátt frá Dover-
stræti. Hann gekk niður Hay
Hill og niður ganginn frá
Berkelystræti inn í Lansdowne-
tröð. Þetta var mjög seint, nótt-
in þægilega dimm og svöl, og
þögn sofandi borgar var að-
eins rofin af hinum skörpu
hljóðum næturinnar. Fótatak