Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 115
TIL MIKILS AÐ VINNA
113
Ef til vill kæmust þau undan;
og ef þau á hinn bóginn yrðu
tekin föst, þá biðu þeirra varla
verri örlög en annars fólks á
þessum slóðum.
Þau voru stödd í hlýlegri dag-
stofu Foo Sungs. Er hlé varð á
samræðunum, sagði Lanny upp
úr þurru: „Herra Foo, ég þarf
að biðja yður einnar bónar. Hún
er ef til vill ekki sem hæversk-
legust, en ég hefi mína ástæðu.“
„Þér eruð alltaf kurteis,
herra Budd,“ sagði öldungur-
inn. „Hús mitt og allt, sem ég
á, stendur yður til boða.“
„Mig langar til að biðja yður
og dr. Carrol að lofa okkur ung-
frú Creston að vera einum dá-
litla stund. Ástæðan er sú, að
ég ætla að biðja hana að verða
konan mín.“
Það var eins og Kínverjinn
hefði setið á títuprjóni; hann
rauk upp úr sæti sínu. Kínverjar
eru spaugsamir menn, og hann
varð stórhrifinn af glensyrðum
Lannys. Hann klappaði saman
lófunum eins og barn, brosti út
undir eyru og hrópaði: „Gott
gott!“
Svo sneri hann sér bros-
andi að Laurel: „Þú tekur hon-
um! Hann er myndarlegur mað-
ur. Þú tekur hann fljótt! Hvað
segir þú við því?“
Laurel var venjulega föl yfir-
litum, en nú roðnaði hún og
varð vandræðaleg.
„Hann hefir ekki beðið mín
ennþá, herra Foo,“ sagði hún.
Gamli maðurinn skildi hálf-
kveðna vísu og benti kvenlækn-
inum að koma með sér.
„Við skulum fara,“ sagði
hann og iðaði af ánægju.
Lanny starði á Laurel um
stund og þagði. Loks sagði
Laurel: „Lanny, að þú skulir
haga þér svona!“
„Ég beið,“ sagði hann, „en
hvaða möguleika hafði ég?“
Hún hefði getað sagt: „Þú
hefir hann núna.“ En hún þagði.
Það var hann, sem átti að hafa
frumkvæðið.
„Við erum að leggja upp í
langa ferð,“ sagði hann, „og við
getum stundum komizt í bobba.
Það getur verið, að við fáum
ekki nema eitt herbergi á gisti-
stöðum.“
„Er það þess vegna, að þú
vilt giftast mér?“
„Það eru margar ástæður til
þess.“
„Þegar rætt er um giftingu,
Lanny, er nauðsynlegt að minn-
ast á ástina."