Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 33
A margan hátt má
ávaxta fé sitt.
Fjársjóður í frímerkjum.
Grein úr „Collier’s",
eftir Albert ILane.
AÐ var á bernskuárum mín-
um í Maine-fylki fyrir
mörgum árum, að ég og
leikbróðir minn einn fundum
okkur það til dundurs, sem ný-
stárlegt þótti í þá daga, að
safna frímerkjum. Tómstunda-
gaman þetta varð okkur brátt
afarhugleikið, og við umturn-
uðum öllu í kjöllurunum og á
hanabjálkaloftunum í nágrenn-
inu, í leit að frímerkjum.
Dag einn fengum við leyfi til
að rannsaka gamla og myglaða
kistu í kjallaranum heima hjá
vini mínum. 1 þessari gleymdu
og gröfnu hirzlu reyndist um
auðugan garð að gresja. Meðal
annars fundum við þar litskrúð-
ug búlgörsk og þýzk frímerki,
sem við í fáfræði okkar mátum
mest vegna litprýðinnar og þess,
að þau komu frá f jarlægum, dul-
arfullum löndum.
Hinn mikli fengur dagsins
var þó umslag með tólf ónot~
uðum tíu-centa frímerkjum,
bandarískum, frá árinu 1847, er
þau frímerki voru fyrst út gef-
in. Augsýnilega höfðu þau á
sínum tíma verið send til
greiðslu á smáreikningi.
Öll frímerkjasöfnun gleymd-
ist á augabragði. Hér var fund-
ið fé — peningar út í hönd eða
sama sem. Við lögðum þegar af
stað til næsta pósthúss til þess
að innleysa frímerkin og fá
peninga fyrir. Þar var okkur
sagt, að lögin bönnuðu innlausn
frímerkja. Eftir að við höfðum
þannig komizt að raun um, okk-
ur til sárrar vonbrigða, að „auð-
æfi“ okkar voru í verunni að-
eins tólf límpappírsmiðar, skipt-
um við þó feng okkar í tvo staði.
Þau sex frímerki, sem féllu
í minn hlut — og voru svört og
ljót — lét ég stuttu síð-
ar í skiptum fyrir mun fallegri
frönsk frímerki, er kostuðu um
einn dal. Bill, vinur minn, stakk