Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 85
ORKAN, SEM 1 JARÐSKJÁLFTUM BÝR
83
náttúrunni hefir tekist að varð-
veita betur en flest önnur, og
það er ekki fyrr en nýlega, eft-
ir að fundin hafa verið upp ná-
kvæm mælitæki og upplýsing-
um safnað, að jarðfræðingar
hafa hafizt handa um að leysa
þá gátu.
Um langa hríð var því haldið
fram, að núverandi lögun jarð-
arinnar hefði til orðið við kóln-
un og skorpnun hennar,
alveg eins og hrukkur og hol-
ur koma í ljós á epli, sem
skorpnar.
Þessi einfalda kenning var
skökk að tvennu leyti. í fyrsta
lagi er það nokkurnveginn full-
víst, að iður jarðar eru ekki að
kólna heldur er þar að finna
efni, sem innihalda radíum og
framleiða hita. Og kenningin
xun jafna skorpnun yfirborðs
jarðarinnar gat ekki skýrt eitt
einkennilegt atriði í sambandi
við jarðskjálftana.
Jarðskjálftar eiga sér ekki
stað hingað og þangað um yfir-
borð jarðarinnar eins og þeir
ættu að gera ef allt yfirborðið
væri að dragast saman. Þeir
takmarkast aðallega við tvö
svæði.
Annað þessara svæða, þar sem
jarðskjálfta verður meira vart,
liggur í geysistórum boga um
Kyrrahafið.
Liggur bogi þessi frá Horn-
höfða, á norðvesturströnd
Ameríku, og beygir síðan yfir
Aleutaeyjar, suðuryfir Kurileyj-
ar, Japan, Filippseyjar og
Ástralíu, að ísiþökktu megin-
landi suðurheimskautsins, og
þaðan til Hornhöfða.
Hitt jarðskjálftasvæðið nær
yfir Miðjarðarhafið, Suður-
Asíu og Kína. Af og til koma
fyrir jarðskjálftar annars stað-
ar, en langflestir þeirra verða á
hinum tveim mjóu svæðum, sem
nefnd voru.
Einhver stórkostlegasti jarð-
skjálfti í sögunni varð í Japan
fyrir 1262 árum. Á einum degi
árið 684 e. Kr. brotnaði lands-
svæði, sem var röskir 6000 km2
að stærð, frá vestur hluta jap-
önsku eyjarinnar Shikoku og
féll niður í hafið.
I gjá einni í Kaliforníu, sem
nefnd er gjá hins heilaga And-
résar, má sjá hvernig ströndin
hefir sígið meira en 40 fet ein-
hverntíma í firndinni.
En að sjálfsögðu er hreyfing-
in ekki ávallt niðurávið. Þegar
samþjöppuð jarðlög komast á
hreyfingu, getur það átt sér stað
að þau lyftist upp í miðjunni.