Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 72
70
ÚRVALi
reynslu til að bera og getur veitt
henni föðurlega vernd.
Eldra fólk hefir að hinu leyt-
inu ekkert á móti því, að taka
á sig ábyrgð í skiptum fyrir
fullnægingu yfirburðakenndar
gagnvart yngri persónum; lífs-
reynslan gerir því kleift að við-
halda yfirburðaraðstöðu sinni,
án þess að vekja andúð makans.
Hvað um fegurðina? Kvenleg
fegurð og karlmennska — því
að karlmennska jafngildir feg-
urð — hafa löngun verið taldir
þeir eiginleikar, sem hafa haft
úrslitaþýðingu í vali maka. En
af hverju höfum við kosið þessa
eiginleika öðrum fremur? Sam-
kvæmt fornum kenningum
benda þessi eiginleikar á heil-
brigði — en það skýrir þó ekki
þá gátu hvers vegna við höfum
gert fegurðina að kvenlegum
eiginleika og karlmennsku að
eiginleika karlmannanna.
Mat okkar á þessum eiginleik-
um stafar bersýnilega af því, að
hugsunarháttur okkar ber keim
af ættfeðraskipulaginu. 1 ætt-
feðraþjóðfélagi eru fegurð og
styrkur f élagslegar dyggðir;
kvenkynið verður að vera „fag-
urt,“ af því það lifir á útliti
sínu, vekur eftirtekt karlmanns-
ins, sem síðan heldur sýningu á
fegurð konu sinnar, með stolti
og yfirlæti og kveikir öfund
annarra karlmanna. Að hinu
leytinu hefir karlmaðurinn
áhrif á konuna sökum styrks
síns, sem tryggir henni vernd
og yfirráð. Fegurð og styrkur
verða þannig styrkustu strengir
kynferðilegs samdráttar.
Þær félagslegu breytingar á
afstöðu kynjanna, sem eru að
gerast á vorum dögum, munu
einnig valda breytingum á gildi
þessara eiginleika. Svo kann að
fara, að kvenleg fegurð hætti
að vera þýðingarmikill félags-
legur eiginleiki, að hún verði
metin frá öðrum sjónarmiðum
en nú er gert eða verði jafnvel
talin lítilsvert aukaatriði.
Fegurð getur stundum orðið
meira til tjóns en uppbyggingar
í hjónabandi. Fallegar stúlkur
reiða sig meira á þá athygli,
sem þær vekja, en hæfileika sinn
til að láta persónulega til síns
taka í lífinu. — Falskur metn-
aður og hégómagirnd, ásamt
blindu trausti á skoðunum ann-
ara, skapa vöntun sjálfstrausts.
Þannig fer um fegurð, sem
dekrað er við og dáðst er að —
hún getur oft orðið til þess að
hindra þróun gagnlegra eðlis-
einkenna. Þetta er ástæðan til