Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 74
S>eir eru nú horfnir.
Hundarnir í Konstantinope
Grein úr „Magazine Digest".
TSTAMBUL, tyrknezka borgin,
sem áður fyrr hét Konstant-
inopel, er sannkölluð paradís
kattanna. Talið er, að þar séu
fleiri kettir, miðað við íbúa-
f jölda, heldur en nokkursstaðar
annarsstaðar í heiminum. Kettl-
ingafjöldinn er svo mikill í ár,
að strætin eru yfirfull, göturæs-
in teppt og húsatröppur þétt-
skipaðar.
Á daginn valda kettirnir um-
ferðatruflunum, því að þeir
skifta hundruðum þúsunda. Á
næturna eru óhljóðin og mjálm-
ið svo mikið í þeim, að fólki
verður erfitt um svefn í borg-
inni.
Ástæðan til þess, að kettirn-
ir eru svona margir, er í fáum
orðum sú, að engir hundar eru í
borginni, svo teljandi sé.
Það er af sem áður var, því
að um eitt skeið var Konstant-
inopel regluleg hundaborg. Sag-
an af hundunum í Konstantino-
pel, og hvernir þeir liðu undir
lok, er sögð af dr. P. Reinling-
er, forstöðumanni Pasteurstofn-
unarinnar þar í borg, og birtist
frásögnin í Mercure de France.
Honum segist svo frá:
Fyrstu kynni mín af hundun-
um í Konstantinopel eru frá ár-
unum 1909—10. Um það leyti
sögðu tyrkneskir embættismenn
mér, að 60 þúsund hundar væru
í borginni, en aðrir gizkuðu á
að þeir væru um 100 þúsund.
Hundarnir skiptust niður á
borgarhverfin; þeir voru flestir,
þar sem þéttbýlast var.
Hundarnir í Konstantinopel
voru ágætlega skipulagðir. Hver
hópur valdi sér foringja, venju-
lega hinn stærsta, sterkasta og
hugaðasta. Þessir foringjar,
sem almenningur nefndi
„Pacha,“ beittu valdi sínu af
réttlæti og einurð, skökkuðu
leikinn, ef áflog brutust út, og
héldu uppi reglu í ríki sínu.
Það var gaman að sjá tvo
foringja heyja einvígi. Sá, sem
ósigur beið, varð að leggjast á
bakið með skottið milli fótanna,
meðan sigurvegarinn reiddi