Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 87
ORKAN, SEM 1 JARÐSKJÁLFTUM BÝR
85
valdið mikilli eyðileggingu, er
sjálf hreyfingin lítil. I minni-
háttar jarðskjálftum er hún
minni en tíundi hluti úr
þumlung. Þegar hún er meiri en
hálfur þumlungur, eru jarð-
skjálf tarnir hættulegir, og hreyf-
ing, sem er einn þumlungur,
getur verið mjög hættuleg. Það
hefir verið áætlað, að í jarð-
skjálftunum í Japan árið 1891
hafi yfirborðið hreyfst fram og
aftur um eitt fet, og það liðu
margar mínútur þar til jörðin
hætti að titra og kyrrð komst á
aftur.
Það er ekki þessi rykkjótta
hreyfing í yfirborðinu, sem er
mæld á jarðskjálftamælunum.
Jarðskjálftamælir sem væri svo
nærri upptökum jarðhræring-
anna, að hann færi á hreyfingu
við það, að klettalögin rofna,
mundi annað hvort eyðileggjast
með öllu, eða þá að skrift hans
yrði með öllu ólæsileg. Til þess
að jarðskjálftamælar geti kom-
ið að notum í miklum jarð-
skjálftum, verða þeir að vera
hundruð mílna í burtu.
Þegar klettalög rofna, mynd-
ast þegar í stað bylgjur, sem
stefna í allar áttir út frá upp-
töku jarðskjálftanna. Það eru
þessar bylgjur, sem mælarnir
sýna. Á þeim geta jarðfræöing-
arnir séð hvar upptök jarð-
skjálftanna muni vera.
Á seinni árum hafa jarð-
skjálftamælar verið endurbættir
svo mjög, að unnt er að magna
hinar minnstu bylgjur, sem fara
í gegnum jörðina, 100000 sinn-
um. Nákvæmasti jarðskjálfta-
mælirinn í háskólanum í Ford-
ham sýnir hreyfingu, sem get-
ur orðið í yfirborði jarðarinnar
við skyndilega loftþyngdar-
breytingu, eða við brim í tutt-
ugu mílna f jarlægð.
Oft kemur fyrir, að það
er ekki jarðskjálftinn sjálfur,
sem veldur mestu tjóninu, held-
ur afleiðingarnar. I San Fran-
cisco var það eldsvoðinn, sem
tjóninu olli. í Japan árið 1896
og aftur árið 1923 var það
flóðbylgjan. Raunverulega eru
flóðbylgjur og bylgjur, sem or-
sakast af neðansjávarjarð-
skjálftxnn, tvennt ólíkt, enda
þótt þær hagi sér á líkan hátt.
Það var hin síðarnefnda, sem
nýlega gerði mikinn usla á
Hawai, Álaska og á vestur-
strönd Bandaríkjanna.
Japan hefir fengið meira en
sinn hluta af báðum þessum
tegundum flóðbylgna. Árið 1896
kom neðansjávarjarðskjálfti af