Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 97
MÁLGEFNA KONAN 1 LANDSDOWNE-TRÖÐINNI
95
ég væri yður mjög þakklát, ef
ég mætti verða yður samferða
að endanmn á Curzonstræti.“
Hún var afar hæglát og kven-
leg.
„Það er svo sem sjálfsagt,“
sagði George Tarlyon kurteis-
lega, og svo sneri hann sér á
hæli eins og þetta væri ekki
frekari orða vert. En litla kon-
an gekk jafnhægt við hlið hon-
um og hún hafði áður gengið,
og hann varð að haga göngu
sinni eftir því, sem hún gekk.
George Tarlyon var að hugsa
um að spyrja hana á þessa leið:
„En ef þér eruð hrædd hér, eruð
þér þá ekki ennþá hræddari að
ávarpa ókunnan mann, sem
gæti gert veikbyggðri konu
eitthvert mein á afskekktum
stað eins og þessum?“
Litla konan brosti vingjarn-
lega.
,.Ég sá andlit yðar, er þér
genguð framhjá," sagði hún.
„Þér kunnið að vera hættulegur
fyrir hefðarkonu í veizlusal, en
ekki í Lansdownetröðinni. Því
er ólíkt farið um vissa menn,
sem ég þekki . . . “
Þau gengu mjög hægt og
voru ennþá lítið meira en hálfn-
uð gengnum tröðina, en George
Tarlyon sagði ekki: „Hertu
þig, kona góð.“ Honum fannst
hún lítil og viðkvæm, viðkvæm-
ari en gengur og gerist um
hennar líka. En hann var vita
áhugalaus um hana og sagði
aðeins af hæversku:
„Hafið þér átt í brösum við
einn eða fleiri?“
„Einn,“ sagði hún mjúkri
röddu. Hún var svo lágvaxin og
hann svo hár, að rödd hennar
virtist koma til hans langt að
neðan. Hann hlustaði varla á
hana. Satt að segja var hann dá-
lítið þreyttur. „Aðeins við einn,“
endurtók hún. „Þess vegna er
ég svo hrædd að ganga hér ein-
sömul að nóttu til. Þetta gerð-
ist fyrir mörgum árum, en ég
man ennþá greinilega hvert
smáatriði.“
„Hann hlýtur að hafa hrætt
yður talsvert mikið,“ sagði
George Tarlyon. Ekki svo að
skilja, að honum stæði ekki á
sama.
„Ekki segi ég það nú,“ sagði
litla konan blíðlega. „En vissu-
lega var þetta hið þýðingar-
mesta, sem nokkru sinni hefir
gerzt í lífi mínu. Sjáið þér til
herra, ég þurfti að eignast þrjú
pund þessa nótt. Ég var búin að
vinna mér inn tvö pund,
því ég hefi aldrei þorað að