Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 46
44
TJRVAL
það er staðreynd, að mörg börn,
sem fædd eru af slíkum mæðr-
um eru í alla staði hraust og í
engu tilliti frábrugðin börnum,
sem fædd eru af yngri mæðrum,
að því er snerti andlega hæfi-
leika. Flestir þeir, sem rannsak-
að hafa þetta, eru sarnála um
að andlegur vanþroski sé oftast
tekinn að erfðum frá foreldrun-
um.
1 öðrum flokki eru þau börn,
sem eru andlega vanþroska vegna
einhverra slysa, er fyrir hafa
komið við fæðinguna. Börn, sem
þannig er ástatt um, sýna venju-
lega greinileg merki vanþroska
þegar eftir fæðinguna. Venju-
lega skeður slíkt við það, að
blæðing á sér stað inn á heil-
ann. Blóðið storknar síðan og
þegar það eyðist, skilur það
eftir ör í vefjunum.
1 þriðja flokkir eru þau börn,
sem hafa heilbrigðan heila við
fæðingu, og höfðu eðlilegan
þroska fyrstu árin, en veiktust
síðan af einhverri farsótt, eins
og t. d. mislingum eða bólusótt.
Þessar farsóttir eru álitnar
hættulitlar að jafnaði en þó
kemur það fyrir, að þær valda
varanlegu tjóni á heilavefjum.
Þetta skeður að vísu ekki oft.
1 fjórða flokki eru þau börn,
sem veikjast af sjúkdómum,
er virðast sérstaklega verka
á heilavefinn og hafa skaðleg
áhrif á starfsemi heilafrum-
anna. Menn vita ýmislegt um
nokkra af þessum sjúkdórnum,
en lítið er vitað um aðra.
Þegar foreldrar hafa komizt
að raun um, að barn þeirra er
andlega vanþroska og því lítil
von til þess, að það geti tekið
þátt í venjulegum störfum, er
nauðsynlegt að þeir horfist í
augu við raunveruleikann í stað
þess að ala tyllivonir, svo sem
oft vill verða. Margar f jölskyld-
ur hafa eytt öllu sparifé sínu í
það að leitalækningarviðslikum
meinum, en hún er ekki til. Ég
hefi þekktfjölskyldur, semhafa,
eftir að heiðvirðir læknar hafa
sagt þeim, að ekki væri unnt að
lækna andlega vanþroskað barn
þeirra, farið til smáskammta-
lækna og svo nefndra anda-
lækna, í þeirri von, að lækninga-
aðferðir slíkra manna gætu
breytt starfsemi heilafrum-
anna til hins betra. Þessar ör-
væntingafullu en árangurslausu
tilraunir eru ofur skiljanlegar.
Það er ekki auðvelt að taka
þeim dómi, að barn sé andlega
vanþroska. Engu að síður er
þetta þannig og því fyrr, sem