Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 105
TIL MIKILS AÐ VINNA
103
sagði hann við Lanny: „Þetta
er frænka mín, Laurel Creston."
Þau höfðu bæði kynnt sér
hlutverk sín vel. „Gleður mig
að hitta yður, hr. Budd. Ég hefi
heyrt yðar getið.“ Lanny sagði:
„Ég held að ég hafi lesið eitt-
hvað eftir yður í tímariti. Mér
er ánægja að fá að kynnast
yður.“
Þetta voru einkennileg
klækjabrögð. Hann, sem var er-
indreki forsetans, hafði byrjað
á þeim, af því að hann þorði
ekki að ljósta því upp, að hann
hefði hjálpað stúlku til að
sleppa úr klóm Gestapo og
komast út úr Þýzkalandi. Laurel
hafði tjáð sig samþykka, af því
að hún kærði sig ekki um að
frændi hennar frétti, að hún
hefði fyllt ferðatöskuna sína af
„rauðum“ bókmenntum, þegar
hún var í Berlín, og aðstoðað
þýzku mótspyrnuhreyfinguna.
Hún og Lanny héldu, að það
væri auðvelt að leyna samfund-
um þeirra í Þýzkalandi; en
launungin varð æ yfirgrips-
meiri og erfiðari viðfangs. Þau
urðu að koma fram hvort við
annað sem ókunnug væru,
ávarpa hvort annað með
„herra“ og ,,ungfrú,“ að
minnsta kosti fyrst um sinn.
Lizbet var klædd í sitt bezta
stáss, og snerist kringum sjúkl-
inginn; Laurel varð að draga sig
í hlé, ná sér í bók og sökkva sér
niður í hana. Lizbet var á verði
dag og nótt eins og haukur —
eins og kvenhaukur, sem verður
að gæta þess, að makinn gerizt
ekki f jöllyndur. Lanny varð það
strax ljóst, að hann var gestur
Lizbetar, nærri því eign henn-
ar; honum bar að snúa sér ein-
göngu að henni, og það myndi
vera móðgun við hana, ef nokk-
ur önnur stúlka á skipinu drægi
athygli hans til sín.
Þetta gekk allt vel í fyrstu.
Hann varð að ná heilsunni aft-
ur og Lizbet hafði unun af að
hjúkra honum. Um matmáls-
tíma var honum ekið inn í borð-
salinn og allir kepptust um að
liðsinna honum. Þegar hann fór
að hafa fótavist, var hann leidd-
ur til sætis af þjóni, svo að hann
gæti matazt með hinum farþeg-
unum. Hann þurfti að sofa mik-
ið, og Lizbet hreyfði heldur
engum andmælum, þegar hann
fór til klefa síns. En að öðru
leyti vildi hún njóta návistar
hans. Hún vildi vera hjúkrun-
arkona hans og móðir, systir
hans og félagi. Hún vildi hjálpa
honum til að staulazt um við