Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 88
86
■Orval
stað flóðbylgju, sem skall yfir
Sanrikueyju, eyðilagði 14000
hús og tortímdi 30000 manns.
Árið 1933 kom jarðskjálfti af
stað 30 metra hárri flóðbylgju,
sem skall yfir Honshu, sem er
stærsta eyjan í Japan, og eyddi
tugum fiskiþorpa. Árið eftir
kom fellibylur af stað flóð-
bylgju, sem skall á land og olii
tjóni, er metið var á meira en
300 000 000 dollara.
Annað eyðileggjandi afl, sem
er náskylt jarðskjálftum, eru
eldgosin. Eldgos valda ekki
jarðskjálftum. Þau stafa af
sömu orsökum og stundum
valda því að neðanjarðarkletta-
lög rofna. Þegar sprenging
verður, getur það komið fyrir
að gastegundir, sem eru djúpt í
jörðu, og bráðið grjót, spýtist
upp á yfirborðið. Þar sem þetta
kemur fram, myndast eldgos.
Eitt hið allra stórfenglegasta,
sem skeð hefir í sögunni, varð
að morgni dags hinn 27. ágúst
1883. Tindur eldfjallaeyjunnar
Krakatóa*) í sundinu milli Java
og Sumatra, sprakk, og var
sprengingin svo gífurleg, að hún
heyrðist í 3000 mílna fjariægð.
Ösku- og hraunstrókur gaus upp
*) Sjá „Þegar Krakatóa sprakk í
loft upp“ í 3. hefti Úrvals, 5. árg;.).
í 17 mílna hæð. Eftir sex vikur
hafði askan borizt umhverfis
jörðina á 5000 mílna breiðu
svæði og nokkrum mánuðum
síðar hafði hún dreifst yfir
alla jörðina.
Sprengingin í Krakatóa or-
sakaði í gufuhvolfinu loft-
bylgjur, sem fóru fjórum sinn-
um umhverfis jörðina og
komu fram á loftvogum allstað-
ar á leiðinni. Flóðbylgjur mynd-
uðust, sem tortímdu 36000
manns á eyjum í Suðurhöfum,
og varð þeirra vart í Ermar-
sundi, hinumegin á hnettinum.
Mikill hluti eyjarinnar
Krakatóa, sem hafði verið um
450 metra á hæð, hvarf með öllu,
og þar sem hún áður hafði ver-
ið, var nú 300 metra dýpi.
Það er ekki að undra, þótt
íbúar Japan, sem hefir 20 stór
eldfjöll, lifi í eilífri angist við
öfl, sem eru margfalt máttugri
en flugvélafarmurinn, er varp-
að var yfir Hiroshima.
Það afl, sem leysist úr læðingi
við jarðskjálfta, gæti eytt með
öllu ekki aðeins iðnaðar- og
fjárhagslífi einnar eða tveggja
borga, heldur heillar þjóðar. Og
hér er um að ræða hamfarir,
sem vísindin munu sennilega
aldrei geta spornað gegn.