Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 20
XJtburðarvæl er óhugnan-
legt hljóð.
A draugaveiðum.
Grein úr „International Digest“,
eftir Jacques Soufrier.
'C’G mun minnast frumskógar-
ins í frönsku Mið-Afríku til
dauðadags, því að þar fór ég í
hina hræðilegustu veiðiför, sem
ég hefi lent í um dagana, þó að
ég hafi farið víða um heim.
Veiðibráðin var einn af hinum
„gleymdu mönnmn“ frumskóg-
arins — ein af hinum kynlegu
verum, sem sjaldan ber fyrir
augu hvítra manna eða inn-
fæddra.
Við vorum í veiðiför, og höfð-
um brotizt gegnum skógar-
þykknið í þrjá daga. Laufþekj-
an var svo þétt, að sólargeisl-
arnir komust tæplega í gegnum
hana.
Keidrou, innfæddi veiðimað-
urinn minn, er í fararbroddi og
heggur viðartágarnar með stór-
um hníf. Ég geng næstur, með
riffil í annari hendinni og hníf
í hinni. Á eftir koma burðar-
mennirnir í langri röð og bera
farangurinn á höfðum sér. Við
stefnum inn á óþekkt landsvæði,
ekki alllangt frá gömlu þræla-
ströndinni.
Eftir að við höfum farið yfir
fljót, fullt af krókódílum, verð-
ur skógurinn enn þéttari, sann-
kallað myrkviði, sem byrgir
dagsljósið úti. Stundum sökkv-
um við upp í hné í fenin og hita-
svækjan ætlar að kæfa okkur.
Við verðum að nema staðar
öðruhvoru, til þess að hvíia
burðarmennina. Þegar við höf-
um staðnæmzt, lykur þögn
frumskógarins um okkur eins
og grafarkyrrð.
Allt í einu heyrum við snöggt,
rámt óp inni í frumskóginum —
einkennilegt óp. Ég legg eyrun
við — forviða og dálítið kvíðin.
Aftur kveður við óp í skógin-
um — dýrslegt, nístandi. En
ekkert dýr sézt og laufþykknið
bærist ekki.
Ég sný mér að Keidrou og
spyr hann. Hann yglir sig og
slettir í góm.
I þriðja sinn heyrist ópið.