Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 36
34
ÚRVAL
Þá tókst mér að koma því í
kring, sem ég hafði alltaf ætlað
mér. Ég hélt rakleitt til aðal-
pósthússins og keypti af Trans-
Mississippi seríunni fyrir þús-
und dali. Frímerkin voru í
hálförkum, fimmtíu, í hverri
og mismunandi að verði. Ég
taldi mig með þessu leggja
fé mitt í arðvænlegt fyrirtæki.
Ég skoðaði þessi frímerki sem
f jöregg framtíðarinnar.
Þegar við komum aftur
heim til New Hampshire, þar
sem ég rek lítið fyrirtæki, lagði
ég frímerkin í peningaskápinn
og beið þess rólegur, að þau
færu að ávaxta sig.
,,Á næstu þremur árum fædd-
ust synir okkar tveir. Þegar að
því kom, að þeir skyldu ganga í
háskóla — en það höfðum við
hjónin fyrir löngu ákveðið —
stóð rekstur minn það höllum
fæti, að ég hafði blátt áfram
engin efni á að kosta þá til
frekara náms.“
Gamli maðurinn brosti aftur
íbygginn.
„Þá tók ég að selja af frí-
merkjunum, eina og eina hálf-
örk í einu. Á þann hátt kostaði
ég nám beggja sona minna og
nú eru þeir báðir útskrifaðir
frá Harvardháskóla. Yngri
sonur minn er þar nú kennari,
en sá eldri er að ljúka sérfræði-
námi við læknaskólann. Og það
er ekki þar með búið. Ennþá á
ég svo mikið eftir að frímerkj-
um. að við gömlu hjónin þurf-
um ekki að kvíða ellinni."
Þegar hann var farinn frá
okkur, sagði vinur minn: „Ég
þori að veðja, að sá gamli var
ekki að fara með neinar ýkjur.
En hvílík forsjálni! Eigum við
að reikna út hagnað hans, að
gamni okkar?“
Eftir nákvæman útreikning
komumst við að þeirri niður-
stöðu, að verðmæti þúsund dala
kaupa hans mundi hafa verið
yfir 60000 dalir um það
leyti, sem hann sagði okkur
söguna. Markaðsverð allra frí-
merkjanna í dag er ríflega 100
þúsund dalir!
— Hið opinbera leggur á-
herzlu á, að teiknun og prentun
frímerkja sé leyst af hendi með
jafnmikilli nákvæmni og prent-
un bankaseðla. Stundum vilja
þó verða smámisfellur á, en það
verður aðeins til að gera frí-
merkin ennþá dýrari í augum
safnaranna. Einkum er hætt við,
að mistök eigi sér stað með þau
frímerki, sem prentuð eru í
tveimur litum. Þar sem arkirn-