Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 22
20
CrRVAL
hjá mér. Ég finn það á mér, að
eitthvað hræðilegt er í aðsigi,
en ég kem ekki auga á neitt.
Tíu mínútur líða. Ég gríp
fastar um riffilinn og svitinn
bogar af enni mínu. Þá sé ég
grein hreyfast spölkorn í burtu.
Ég sé dökkleita veru læðast í
skugganum. Ég veit, að þetta
er „draugurinn.“ Ég stend alveg
kyrr, og er að vona, að þessi dul-
arfulla vera komi fram úr kjarr-
inu, svo að ég geti virt hana fyr-
ir mér. Aftur hreyfist greinin,
og enn sé ég dökkleitu veruna
á bak við hana. En hún kemur
ekki fram. Ég þoli ekki óviss-
una lengur og lyfti riflinum. Ég
miða á litla klofna grein — ég
sé hana ennþá fyrir mér í hug-
anum. Ég þrýsti á gikkinn eins
og ósjálfrátt og sendi hagla-
dembu inn í runnann.
Ég heyri ægilegt kvalaóp,
þegar ég hefi hleypt af skotinu.
Fuglar fljúga upp í stórhópum
og skrækjandi apar leggja á
flótta. Ég heyri skvamp, eins og
þegar líkami fellur í fen. Ég
stekk að runnanum með byss-
una á lofti. Þegar ég lít niður,
fer hrollur um mig. Á einu
andartaki verður mér ljóst,
hvað ég hefi gert. Ég hefi
drepið varnarlausan mann.
Ég mjaka mér inn í runnann,
og þar liggur „draugurinn“
minn — svertingi, með afmynd-
að andlit og kvalakippi í líkam-
anum af skotsárum. Ég beygi
mig niður, orðlaus af skelfingu.
Mér kemur í hug að flýja þenna
hræðilega stað, en stend kyrr,
vegna hugsunarinnar um það,
að ég geti ef til vill veitt ein-
hverja hjálp. Fórnardýrið er
vanskapað, með kryppu á baki
og óvenjulega stutta fætur.
Hann er allur loðinn, og hnýtt-
ar hendurnar byrgja blæðandi
andlitið.
Hann fálmar út í loftið, og ég
sé andlit hans — kinnfiskasog-
ið, nærri dýrslegt. Augun, stór
og blíðleg stara á mig — ótta-
slegin og biðjandi. Tíu ár eru
liðin síðan, og ég hefi ekki
gleymt þessum augum enn — og
hefi ég þó verið vottur að skelf-
ingum og eyðileggingu nútíma
stórskotahríðar og loftárása.
Svertinginn muldrar og styn-
ur, en það er ekki unnt að skilja
hann. Áður en ég get hafzt
nokkuð að, fer krampakippur
um hann — hann rekur upp óp
— og er örendur.
Þegar ég athuga nánar hinar
stóru og þreknu hendur hans
og fæturna, sem líkjast apafót-