Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 82
€0
tJRVAL,
starfsmönnum, fremur en þeim,
sem honum kann að finnast við-
kunnanlegastir.
Þeir eru ekki hræddir við þá
menn, sem sagt er að séu
„duglegir og vel færir í starfi
sínu, en erfiðir við að fást og
reiðubúnir að verja réttindi sín
með oddi og eggju.“ Hinn mesti
orðhákur og rusti getur verið
ágætur starfsmaður, og sá á-
gætasti „ágætra félaga“ getur
verið liðónýtur til vinnu. Það
liggur í hlutarins eðli, að þér
þarf ekki að líka persónulega
vel við mann til þess að geta
haft hann í hávegum sem starfs-
mann.
9. Amast við ad starfsmenn
hafi áhugamál utanvið starf
sitt.
Of margir verkstjórar búast
við af starfsliði sínu, að það sé
svo samlifað starfi sínu, að það
eigi ekki að hafa nein áhuga-
mál utan þess. Hver og einn
mun neita þessu, en samt sem
áður held ég að þetta sé satt.
Þessi tilfinning er svo rík, að
nálgast afbrýði. Ég veit þess
dæmi, að yfirmenn hafa opnað
póstsendingar starfsmanna
sinna, sem er hin freklegasta
sönnun fyrir ,,afbrýði“, samfara
þeirri forvitni er henni fylgir.
10. Þora ekki að fela undir-
mönnum ábyrgðarstörf.
Þetta er hættulegra góðri
skipulagningu og góðum aga en
nokkur önnur yfirsjón forráða-
manna.
Deildarstjóri getur kom-
ið starfsháttum öllum í það
horf, að til fyrirmyndar sé, en
fyrirhöfn hans er hægt að gera
að engu á einum degi ef aðal-
framkvæmdarstjórinn fylgist
ekki af alhuga með þeim um-
bótum, sem hinn er að reyna
að koma á.
Mörg fyrirtæki verða svo
stór, að ókleift er fyrir einn
mann að hafa stjórn þeirra á
hendi án umboðsmanna, ef vel
á að fara.
En þó eru þeir þannig
úr garði gerðir, að þeir hafa
hvorki hæfileika né vilja til að
geta létt af sér einhverju af
ábyrgðinni og fengið hana öðr-
um í hendur.
Segjum, að framkvæmdar-
stjórinn spyrji ungfrú White,
hvað hún sé að gera og hún
svari: „Ég er með bréf herra
Blacks.“
Framkvæmdarstjórinn segir
þá að óathuguðu máli: „Þau
geta beðið — hættið við
þau og snúið yður heldur að