Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 128
126
TJRVAIj
ferð fyrir hann, og meðan þetta
hættuástand ríkir, get ég ekki
farið frá Moskvu.“
„Ef allt fer að vonum, hitti
ég forsetann eftir fáeina daga,
og ef þér vilduð biðja mig
fyrir einhver skilaboð, mun ég
korna þeim dyggilega á fram-
færi.“
„Segið honum að við þörfn-
umst hjálpar á ölliun sviðum,
og þörfnumst hennar strax.“
Nú dirfðist Lanny að spyrja
einnar spurningar: „Ég hitti
marga áhrifamenn, og þá lang-
ar alla til að vita, hvort Rússar
muni halda baráttunni áfram.“
„Við munum berjast á núver-
andi víglínu, og hörfa, ef við
verðum neyddir til þess. Við
munum berjast um hvert fót-
mál lands, hvar sem við erum
staddir. Við munum berjast hjá
Volgu, við Úralf jöll og í Síberíu,
ef við verðum að hörfa svo
langt. Sovétríkin munu berjast
gegn Hitler til síðasta andar-
dráttar.“
„Þetta er góð huggun fyrir þá
vini mína, sem skilja ekki mis-
muninn á þessum tveim stjórn-
arstefnum eins vel og ég.“
Stalin hvessti grá augu sín
á gestinn og spurði: „Segið mér,
herra Budd — hvað segið þér
vinum yðar, þegar þeir spyrja
um mismuninn á þessum tveim
stefnum ?“
Lanny vissi, að hér var um
alvarlega spurningu að ræða, en.
hann hikaði ekki, því að hann
hafði oft svarað henni í huga
sínum: „I fyrsta lagi er nazista-
stefnan byggð á kynþátta — eða
þjóðernislegu — viðhorfi, en
Sovétstefnan er byggð á efna-
hagslegu viðhorfi, sem á jafnt
við allar þjóðir og kynþætti.
Undir yðar stjórnarstefnu er
rnögulegt að trúa á bræðralag
manna og keppa að því, en naz-
istarnir bjóða ekki heiminum
upp á annað en þrældóm og
stríð.“
Lanny sá það á andliti hús-
ráðandans, að svarið hafði tek-
izt vel. Hann réðist í að spyrja
annarar spurningar: „Þegar
það fréttist, að ég hafi talað við
Stalin, munu menn þyrpast til
mín og spyrja:
„Leggur hann undir sig alla
Evrópu, ef hann sigrar?“
„Hvað hefði ég að gera við
alla Evrópu, herra Budd?“
„Þér verðið að segja mér það,
svo að ég geti haft það eftir
yður.“
„Sovétríkin langar ekki til að
leggja Evrópu undir sig. Sovét-
4