Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 76
74
ÚRVAL
um, og þegar þær óku inn í
borgina, biðu þeir í hópum við
brautina og geltu. Þeim skjátl-
aðist aldrei, hvorki um dag né
klukkustund.
Þolinmæði og gæflyndi hund-
anna gagnvart börnum, sem oft
áreittu þá, var alveg dæmalaus.
Þeir sýndu aldrei reiðimerki,
nema þeir væru að verja hvolp-
ana. Ef maður nálgaðist tík með
hvolpahóp, var skynsamlegast
að vera vingjarnlegur, en vin-
áttumerki skildi hún strax.
Eignir manna létu hundamir
afskiptalausar með öllu. Það
var alveg sama hvað slíkur
hundur var hungraður, eins og
oft kom fyrir á löngum, köld-
um vetrum, hann snerti ekki
kjöt eða brauðhleifa, þó að
hnossgætið væri rétt við nefið
á honum og hann hefði auðveld-
lega getað komizt undan með
þýfið.
Svo virðist sem einhver
„leyniþráður“ hafi verið milli
hundanna og læknanna í borg-
inni. Dr. M. Pacha, sem athug-
aði mjög vel lifnaðarhætti þess-
ara hunda, fann einu sinni hund
við útidyrnar og horfði hundur-
inn biðjandi á hann. Við athug-
un kom í ljós, að seppi var fót-
brotinn. Læknirinn fór með
hann inn til sín og hjúkraði hon-
um, unz hann var aftur orðinn
heill.
Nokkrum vikum síðar kom
hundurinn með einn félaga sinn,
sem eins var ástatt fyrir.
Aftur á móti voru hundarnir
ákaflega varir um sig gagnvart
læknaskólastúdentum, sem not-
uðu þá við tilraunir sínar. Ef
slíkur stúdent nálgaðist, lögðu
hundarnir á flótta þegar í stað.
Samábyrgðartilfinning, vit,
gæflyndi og heiðarleiki, voru
þær eðliseigindir, sem mest bar
á í fari þessara hunda. Innbyrð-
is áflog og árekstrar hindruðu
þá aldrei í því að standa samein-
aðir gegn sameiginlegum óvini.
Það var eftirtektarvert,
hvernig þeir komu fram við tík-
urnar, er þær voru að gefa
hvolpunum að sjúga. Þeir
rýmdu fyrir þeim og snertu
ekki við bita eða beini, sem þeim
var ætlað.
Ef hundur sýktist af hunda-
æði, sýndu dýrin það með hegð-
un sinni, að þau lutu einhverri
undursamlegri eðlishvöt. Þau
settu sjúka hundinn í eins konar
sóttkví, til þess að sóttin breidd-
ist ekki út. Af þessum sökum
var hundaæði fremur sjaldgæft
í Konstantinopel, þrátt fyrir