Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 26
24
ÚRVAL
sprungum eða milli tveggja
trjáa, sem standa þétt saman,
er þau eru að bíta laufið af
trénu.
Antilópuhafrar fara líka oft
illa út úr því um fengitím-
ann. Þeir eiga þá í hörðu stríði
innbyrðis út af hindunum, og
stangast jafnan hatramlega.
Kemur þá fyrir, að hornin
krækjast svo heiftarlega saman,
að þeim tekst ekki að losa sig
og sálast úr hungri og þreytu.
Víralagnir af ýmsu tæi verða
oft fuglum að fjörtjóni. Fljúga
fuglarnir á víranna á fleygiferð
og hljóta undantekningarlítið
bana af. Það vildi jafnvel til í
Uganda, að gíraffar flæktu sig
í símavírum og hálsbrotnuði.
03 ★ OO
Skölastfll.
Tíu ára Skotadrengur skrifaði eftirfarandi stíl um „Fugla
o g dýr“:
„Fuglinn, sem ég ætla að skrifa um, er uglan. Uglan getur
ekkert séð á daginn, og á nóttunni er hún eins blind og leður-
blaka. Ég veit ekki mikið um ugluna, svo að ég ætla að snúa
mér að dýrinu sem ég ætla að velja mér.
Það er kýrin. Kýrin er spendýr. Hún hefir sex hliðar, hægri,
vinstri, og efri og neðri. Aftan á henni er skott og á endanum
á þvi er bursti. Með honum slær kýrin flugurnar burtu svo
að þær detti ekki ofan í mjólkina. Höfuðið er til þess að homin
geti vaxið, og svo að munnurinn geti verið einhvers staðar.
Homin eru til að stanga með. Munnurinn er til að baula með.
Undir kúnni hangir mjólkin. Þar á að mjólka.
Þegar maður mjólkar kemur mjólkin, og hún er aldrei búin.
Ég veit ekki enn þá hvemig hún fer að því. Kýrin finnur mikla
lykt; það er hægt að finna lyktina af henni langt í burtu. Af því
er loftið í sveitinni alltaf svo gott.
„Hannkýrin heitir naut. Það er ekki spendýr. Kýrin borðar
ekki mikið, en það sem hún borðar, borðar hún tvisvar, svo að
hún fái nóg. Þegar hún er svöng baular hún, og þegar hún
baular ekki, er það af þvi að hún er full af grasi . . .“
•— Echo.