Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 112
110
tjRVAL
á lífsbjargarmöguleikum fólks-
ins. Fólkið vildi ekki stríð, það
vildi starfa og framleiða og
njóta ávaxtanna af erfiði sínu.
En þeir, sem arðrændu hinar
vinnandi stéttir, urðu að færa
út ánauðarsvæði sín til þess
að geta staðist samkeppni;
þeir urðu að afla sér markaða
utanlands af því að almenning-
ur heima fyrir hafði ekki fé
milli handa til þess að kaupa
iðnaðarframleiðsluna. ,,Von
okkar er fólgin í samvinnu-
félögunum, herra Budd og í að-
ferðum samvinnumanna um
framleiðslu og dreifingu.“
Lanny langaði að segja: „Ég
er alveg á sama máli og þér.“
En af því að hann hafði vanið
sig á varkárni, sagði hann:
„Það sem þér hafið sagt, er
mjög athyglisvert, og ég lofa
því, að rannsaka þetta mál.“
Frú Sun Yat-Sen svaraði:
„Það er víðtæk samvinnuhreyf-
in í yðar eigin landi, en hún er
afrek óbreyttra borgara og á
ekki upp á pallborðið í auð-
valdsblöðunum. “
Lanny hafði lofað að hafa
samband við snekkjuna, og
hann hafði látið þess getið,
hvar hann ætlaði að dvelja um
kvöldið. Nú hringdi síminn allt
í einu; það var Reverdy, sem
sagði, að lagt yrði úr höfn í býti
morguninn eftir. Lanny kvaðst
koma um borð eftir klukku-
stund.
Reverdy sagðist ætla að tef ja
hjá landsstjóranum stundar-
korn enn — Lizbet hefði farið
á dansleik í Kowloon, með ein-
um af yfirmönnum skipsins.
Hún yrði flutt út í snekkjuna
á einum af bátum stjórnarinn-
ar, og bezt væri fyrir Lanny og
Laurel að slást í för með þeim.
Foo Sung ók þeim Lanny til
hótelsins, þar sem dansleikur-
inn var. Frú Sun Yat-Sen fór
með þeim.
Þegar Lanny kom inn í dans-
salinn, sá hann að Lizbet var að
dansa við ungan, brezkan liðs-
foringja. Hann var ljóshærður,
snotur piltur, með svolítið yfir-
skegg. Lizbet virtist vera í
sæluvímu, og Lanny fór að
hugsa með sjálfum sér, að ef til
vill hefði hún hitt þarna hinn
langþráða; og ef svo reyndist,
myndi heimförin á Oriole verða
skemmtilegri en útleiðin.
Foo Sung bauð þeim til
kvöldverðar og þau sátu til
borðs fram að miðnætti. Þau
litu snöggvast inn í danssalinn,