Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 110
108
tJRVAL
hún þau um stefnumót? Þar
sem Laurel kærði sig ekki um
að hún héldi, að þau væru að
fara í felur, sagði hún: „Við
vorum að tala um þig, Lizbet,
komdu hingað til okkar.“
Lizbet hafði oftast orðið í
samræðunni; það var réttur,
sem henni bar. Hún talaði lágt,
og röddin titraði ofurlítið: „Ég
læt ykkur vita það, að ég ætla
ekki að gera neitt uppistand.
Við skulum vera vinir. Lanny
er algerlega frjálst að tala við
hvern sem honum lízt — og þið
þurfið ekki að vera að læðast
upp á þilfar um nótt til þess að
tala um mig eða eitthvað ann-
að.“
Reverdy hafði oft og mörg-
um sinnum verið aðvaraður um
að fara ekki of nálægt Japan,
þar sem svo mikil hætta væri á
ferðum. Þegar komið var til
Manilla, jukust aðvaranirnar um
allan helming. Hví skyldi
snekkjunni siglt til Hongkong,
úr því að engin brýn nauðsyn
bar til þess, og allir, sem flúið
gátu, höfðu þegar farið brott
úr borginni? Var skipstjóran-
um á Oriole ókunnugt um það,
að brottflutningur brezkra og
amerískra kvenna hafði verið
fyrirskipaður ? Reverdy kvað
sér vera kunnugt um þetta, og
hann ætlaði ekki heldur að hafa
viðdvöl í Hongkong. Hann ætl-
aði aðeins að setja kvenlækni
þar á land, svo að hún gæti hitt
föður sinn, sem stundaði læknis-
störf þar inni í landi.
Reverdy ræddi málið við gesti
sína og fullvissaði þá um, að
viðdvölin yrði stutt. Ef þeir
færu í land, yrðu þeir að hafa
stöðugt samband við skipið og
koma um borð, ef eitthvað grun-
samlegt virtist í aðsigi.
Lanny hlýddi á þessar um-
ræður og hugleiddi þær. Hann
hefði getað farið til Reverdys
og sagt: „Ég held að það sé
óhyggilegt, að fara með kven-
fólk til svo hættulegs staðar.
Hvers vegna getum við ekki
haldið norðar og sett Altheu á
land bak við vígsvæði Japana?“
Ef til vill féllist Reverdy á
þessa uppástungu. En Althea
hafði lofað að kynna Lanny
fyrir frú Sun Yat-Sen, og það
var honum mikið tilhlökkunar-
efni.
Oriole komst heilu og höldnu
til Hongkong, og varð að hafa
þar nokkra viðdvöl, meðan tek-
in voru kol. Á meðan fóru far-
þegarnir í land í skipsbátnum.