Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 98
«6
ÚRVAL,
fara fram á meira, þó að góðir
menn hafi stundum gefið mér
meira, en þessa nótt varð ég
að eignast þrjú pund í viðbót,
því að ég varð að borga fimm
pund á viku í húsaleigu og nú
var hún þegar fallin í gjald-
daga fyrir nokkru . . Þessa
blíðu rödd heyrði hann jafnt og
þétt. Hún barst til hans ein-
hvers staðar neðan frá hnjám
á honum, og hann hlustaði
varla. Nú voru þau rétt komin
að enda Curzonstrætis, og orð
hennar bárust örar til hans . . .
„Það var rétt þar sem þér
genguð fram hjá mér, sem ég
talaði til hans — hérna í tröð-
inni. Hann var lágvaxinn og
enginn heiðursmaður, en ég
þurfti svo mikið á þrem pund-
um að halda, og nú á dögum er
ómögulegt að segja hver á pen-
inga og hver ekki, finnst yður
það ekki líka? En óðar en hann
svaraði mér og leit á mig, vissi
ég, að ég hafði gert glappaskot,
en það gagnaði ekkert að vera
dónaleg, og svo gekk ég áleiðis
með honum. Hann talaði eitt-
hvað um kuldann í veðrinu, en
þó að ég horfði beint framund-
an mér, af því að mér leizt ekki
á svipinn á honum, skiljið þér,
þá vissi ég þó, að hann var að
fara með mig inn í öngstræti.
Það þýðir ekki að vera með
kjánaskap, sagði ég við sjálfa
mig, en ég óskaði, að ég hefði
ekki haft þessi tvö pund í tösk-
unni minni, eða að einhver ann-
ar slæddist inn í tröðina, en það
er yfirleitt lítil von til þess um
þetta leyti nætur, nema það
væri þá lögregluþjónn að
kveikja sér í sígarettu. Og svo
flýtti ég mér eins og ég gat til
að komast inn í Curzonstræti,
og við vorum ekki komin nema
hálfa leið gegnum tröðina, þeg-
ar hann tók í handiegginn á mér
og stöðvaði mig snögglega. Ég
horfði ekki í augun á honum, því
ég hafði litið í þau einu sinni,
eins og ég sagði yður, en ég
heyrði hann biðja um peninga.
Ég hafði átt von á því. Og þá
tók hann í burðarólina á tösk-
unni minni, en ég hélt fast á
móti og sagði, að það væri ekk-
ert í henni nema púður og vasa-
klútur, en ég horfði samt ekki
í augun á honum, því að ég
vissi fullvel, hvernig þau voru.
En hann togaði í og sagðist
skyldi láta mig hafa kókaín,
hann kallaði það ,,snjó“, ef ég
léti hann hafa peninga, en með
hinni hendinni þreifaði hann í
vasa sinn. „Ég hrópa á hjálp,“