Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 70
68
tJRVAL
Hann viðurkennir nú að hon-
um hafi alltaf þótt hún of gáfuð
og dugleg fyrir sig, og að hann
myndi aldrei hafa orðið henni
samboðinn.
Nokkru síðar varð hann ást-
fanginn af fremur ósjálegri
stúlku, sem auk þess var bæði
ómyndarleg og hverflynd, en
gagnvart henni gat hann þó
neytt yfirburða sinna. Hann
gekk að eiga þessa stúlku, og
auðvitað gekk allt á tréfótum í
hjónabandinu.
Annar sjúklingur kvartar yfir
því, að kona hans sé bæði fram-
taksiaus og huglaus. Hún er af-
skiptalaus og forðast að taka
nokkra ábyrgð á sig. Maðurinn
helaur því fram, að fram-
tíð hans myndi hafa orðið
glæsilegri ef konan hefði verið
duglegri og meiri persóna. Hann
verður sjálfur að hugsa um allt,
innan húss og utan. Hún er hon-
um fremur til trafala en hjálp-
ar, hún kann ekki að spara eða
skapa skemmtilegt heimili. Hví
í dauðanum giftist hann þá ein-
mitt henni?
Hann varð ástfanginn af
henni einmitt vegna þess, að
hún var duglaus og afskipta-
laus. Þetta var það, sem hann
sóttist eftir — kona, sem var
ekki jafnoki hans og leit upp
til hans. Ef hún hefði verið
öðruvísi, myndu yfirráð hans á
heimilinu hafa verið í hættu;
auk þess hefði hann ekki getað
kennt henni um ófarir sínar í
lífinu.
Flestir haf a mikinn áhuga á að
viðhalda brestum makans. Eig-
inmaðurinn, sem er giftur nöld-
ursskjóðu, myndi sakna nöld-
ursins, og konan, sem er gift
fjárhættuspilaranum, myndi
sakna sjálfsánægjunnar af á-
byrgðartilfinningu sinni og góð-
vild, ef eiginmaðurinn yrði
reglusamur og „leiðinlegur".
Eiginmaðurinn, sern kvartar
yfir léttúð konu sinnar, myndi
sennilega verða afhuga henni,
ef hún hætti að vekja eftirtekt-
og aðdáun annarra karlmanna.
Líkar ástæður liggja til
grundvallar því að elzta barn
giftist venjulega yngsta barni,
og ráðrík persóna — gæflyndri
persónu; sömuleiðis þegar
hrottinn eignast dýrling og
fanturinn fórnarlambið. Þessar
manngerðir, tengdar saman eins
og hér hefir verið lýst, eru að
miklu leyti spegilmyndir af
venjulegum hjónaböndum. Og
öfgarnar eru ekki jafnmiklar
undantekningar og menn halda..