Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 35
FJÁRSJÖÐUR 1 FRlMERKJUM
33
slagið og andvarpaði svo mæðu-
lega.
„Allir falla í lukkupottinn
nema ég,“ sagði hann. „Veiztu,
hvað þú hefir dottið ofan á?
3>að er bráðabirgðafrímerki
póstmeistara!“
Stúlkan var engu nær, enda
lét hún það á sér skilja.
„Fyrstu límfrímerkin voru
gefin út af Bandaríkjastjórn
árið 1847,“ útskýrði hann.
„Næstu tvö árin á undan
höfðu póstmeistararnir í tíu eða
tólf borgum gefið út sérstök frí-
merki upp á eigið eindæmi.
Þetta frímerki þitt — sem er
óskemmt og á upphaflega um-
slaginu — var gefið út í Balti-
more og ætti ekki að vera svo
lítils virði. Viltu selja það?“
Stúlkan varð uppi til handa
og fóta, og innan sólarhrings
var búið að selja þetta gamla
tíu-centa frímerki fyrir 10000
dali!
— Nokkrum árum áður en
hin nýgengna styrjöld brauzt
út, var fyrirhugað þýðingarmik-
ið frímerkja uppboð á Waldorf-
Astoria gistihúsinu í New York.
Vinur minn einn og ég höfðum í
hyggju að bjóða í nokkrar serí-
ur, sem þar voru á boðstólum,
svo að við skruppum til gisti-
hússins nokkrum dögum áður
til þess að líta á merkin.
Roskinn maður var að fletta
albúminu, sem við höfðum á-
huga á. Þegar hann kom að
Trans-Mississippi seríunni frá
1898, brosti hann ánægjulega.
„Þessi sería á sér sína sögu,“
sagði hann stillilega. „Ég efast
um, að nokkur ein útgáfa frí-
merkja hafi haft jafnmikla þýð-
ingu í lífi nokkurs manns og
hún hefir haft fyrir mig og fjöl-
skyldu mína.“
Hann leit á okkur, og ég býst
við, að forvitni okkar hafi ekki
leynt sér. Hann hélt áfram án
frekari uppörvunar.
„Ég kvæntist sama árið og
þessi frímerki voru gefin út,“
mælti hann, „og við hjónin fór-
um í brúðkaupsferð til Chicago.
Hún vissi auðvitað um áhuga
minn á frímerkjasöfnun, en ég
gerði mér það ljóst, að hún leit
einungis á það sem ódýrt og
saklaust tómstundagaman, svip-
að því að safna eldspýtnastokk-
um, býst ég við. Og þó að ég
væri þá ungur að árum, hafði ég
vit á að láta þar við sitja.
Það var ekki fyrr en við
höfðum dvalizt í borginni í fá-
eina daga, að ég fékk nokkrar
klukkustundir til eigin afnota.