Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 52
50
ÚRVAL
fótur. I næstu rigningum skolaði
svo öllum sandinum niður í lok-
ræsin.
Ykkur mundi furða að sjá
sumt af því, sem þar er að
finna: gamlar niðursuðudósir,
katla og spýtukubba, sem
krakkar hafa kastað þangað
niður. Fyrir hálfum mánuði
fann ég stærðar sláttuljá í lok-
ræsi inni í miðri borginni. Iiann
hafði verið beygður saman. svo
að hann var eins og V í laginu.
Eftir að snjóa hefir leyst af göt-
unum, eru um sérstaklega auð-
ugan garð að gresja í lokræs-
unum.
Spítalar eru viðsjárverðir.
Sótthreinsunarvökvinn, sem oft
er hellt niður eftir uppskurði,
er stórhættulegur. I þröngum
ræsum getur eimurinn af hon-
um hæglega svipt mann rænu.
Sýrur og annað þess háttar
hefir einnig mjög óholl áhrif á
augun. Hérna um daginn sá ég
náunga vera að steypa úr stóru
keri, fullu af sjóðheitu sykur-
rófuskoli, í göturæsið. Ég sagði
við hann: „Hægan nú, maður
minn! Veiztu nema það séu
menn að vinna þarna niðri? Þú
átt á hættu að skaðbrenna þá.
Lofaðu nú vatninu að kólna svo-
lítið.“— En yfirleitt má segja,
að fólk sé ekki svo afleitt með
heita vatnið. Það versta er bara,
að það hefir ekki hugmynd um
okkur!
Bílaverkstæðin og stöðvanar
eru oft slæmar. Frá þeim kem-
ur stundum mikið af benzíni í
einu. Þarf þá ekki nema gneista
undan járnbentum skóm okkar,
til þess að bregði fyrir bláu
leiftri og allt springi í loft upp.
Ekkert er verra en sprenging í
lokræsi, og gerumviðýmsarvar-
úðarráðstafanir í því sambandi.
Áður en við förum niður, tök-
um við alltaf gasprufu. Sett-
ur er niður pappír, vættur í
edikssýruupplausn. Ef pappír-
inn fær á sig ljósbrúnan blæ, er
dálítið gas í ræsinu. Ef hann
verður dökkbrúnn, er hætta á
ferðum.
Það er sjálfsagt, að lokræsa-
maður geti ratað styztu leiðina
út úr lokræsunum. Þar niðri eru
engir leiðarvísar. Ef þú værir
ókunnugur staðháttum og værir
þar niðri einsamall og ljóslaus,
mundirðu getað reikað þar um
villtur dögum saman unz þreytan
yfirbugaði þig. Þess vegna för-
um við ávallt niður tveir saman
með rafmagnsljósker. En það
dugar stundum ekki til. Einu
sinni var ég niðri 1 lokræsunum,