Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 100
Yfir 70% blindra Islendinga eru blindir
af völdum sjúkdöms þess, er nefnist —
G lá ka.
Grein úr „The American Mereury“,
eftir Louise Cross.
A Ð minnsta kosti 20 þús. íbú-
ar Bandaríkjanna munu
vera alveg blindir af völdum
gláku (glaucoma), og 150 þús.
sjónlausir á öðru auga; 3—4
þús. hafa mjög bilaða sjón.
Ýmsir merkir læknar álíta, að
hjá þessu böli megi komast að
mestu leyti. En hvers vegna eru
þá þessar tölur svona háar?
Það er ekki hægt að koma í veg
fyrir gláku, þar sem orsakir
hennar eru óþekktar. En ef
nógu snemma er tekið eftir
sjúkdóminum og vel hugsað um
hann, má yfirleitt forða miklu
sjóntapi. I mörgum tilfellum er
fyrirhöfn sjúklingsins ekki
önnur en sú að nota augndropa
og ganga reglulega til augn-
læknis. En orsök þessa fjölda
blindra er sennilega sú, að það
mun ekki vera nema fimmtung-
ur þjóðarinnar, sem fer nokkru
sinni til augnlæknis. Og þeir
sem fara til augnlæknis, vita þá
ekki, að sjúkdóminn verður að
lækna á löngum tíma og með
föstum tökum.
Heiti sjúkdómsins er komið
frá Grikkjum, en það þýðir á
þeirra máli „sjógrænn." En í
auga, sem er með gláku sést
grænn, daufur glampi. Sjúk-
dómurinn getur verið gamall,
og oft án greinilegra breytinga
í augum, þegar þetta einkenni
kemur í Ijós.
En hvað er gláka? Aðalein-
kennið er, að augað harðnar.
Hvað veldur þessu? Sýklar
virðast aldrei að minnsta kosti
bein orsök, en sjúkdómurinn
getur komið, sem afleiðing af
bakteríusjúkdómum í auga.
Gláka virðist vera e. k.
starfstruflun í auganu. Auganu
er bezt lýst sem holri kúlu, er
inniheldur hin ýmsu sjónfæri.
Milli þessara sjónfæra eru
tvennskonar gagnsæir vökvar,
annar þunnur en hinn hlaup-
kenndur. Heilbrigt auga inni-
heldur hæfilegt vökvamagn til