Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 124
122
TJRVAL
fljótunum, járnbrautunum og
því landssvæði, sem var næst
þessum samgönguleiðum; allt
annað land var í höndum kín-
verskra skæruliða, sem héldu
uppi sífelldum árásum og
frömdu skemmdarverk. Japanar
fóru í refsileiðangra og jöfn-
uðu þá heil þorp við jörðu
en þegar þeir voru farnir,
byrjuðu bændur að byggja á ný
— og á meðan gerðu skærulið-
arnir árásir annarsstaðar.
„Hvar fá þeir birgðir?“,
spurði Lanny. Svarið var, að
allt kæmi frá óvinunum: vopn,
skotfæri, matvæli — jafnvel
skriðdrekar. Japanar gátu ekki
verið allstaðar á verði og á
næturna voru varðflokkar
þeirra yfirbugaðir. „Allt sem
þeir hafa, verður okkar,“ sagði
einn hershöfðinginn.
Ástæðan til þessa var sú, að
bændurnir fylgdu skæruliðun-
um að málum; í fyrsta skipti í
sögu landsins, höfðu íbúarnir
her, sem þeir litu á sem sinn
her. Herir stríðsherranna höfðu
rænt jafnvel sín eigin héruð,
og fólkið hafði hatað þá og ótt-
ast; en Rauði herinn menntaði
fólkio, um leið og hann sótti
fram. „Þess vegna verður hann
aldrei sigraður,“ sagði Mao-
Tse-tung, ritari flokksins. „Það
er hægt að dreifa honum, en
hann safnast saman aftur. Það
er hægt að þurrka hann út, en
hann sprettur upp aftur.“
Þau fengu far með fiugvél til
Kuibyshev. Flugferðin tók mik-
inn hluta dags. Þau höfðu ekk-
ert landakort og var ekki sagt
nöfn þeirra staða, þar sem við-
dvöl var. Þau voru eins og árit-
aðir bögglar, sem flugstarfs-
fólkið taldi sér óviðkomandi.
Þeim þótti gott að fá heilhveiti-
brauð og kálsúpu á viðkomu-
stöðum, og voru fegin rúss-
neska tedrykkjusiðnum, því að
stór „samovar,“ fullur af sjóð-
andi vatni beið þeirra á hverri
flugstöð. Um kvöldið lenti flug-
vélin hjá Kuibyshev, sem áður
hét Samara, en hafði verið
skýrð upp og heitin í höfuðið á
einum af forustumönnum Sovét-
ríkjanna.
Á flugvellinum beið hrumur
og grettinn öldungur — frændi
Lannys. Hann var dúðaður í
bjarnarskinnsfeld og með skinn-
húfu á höfði, því að frost var
mikið.
Hann sagðist vera nýbúinn
að fá inflúensu — en var ákveð-
inn að skrimta, svo að hann