Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 81
TlU HÖFUÐSYNÐIR YFIRMANNA MINNA
79
Og fyrr en varir myndast
gagnkvæm tortryggni, þar sem
svona er í pottinn búið.
Ég hefi hvergi unnið, þar sem
ekki hefir eitthvað brytt á
þessu, vegna þess að þeir, sem
framkvæmdunum réðu, reyndu
að beita hver annan bellibrögð-
um í hagnaðarskyni. Allir yfir-
menn mínir hafa reynt að nota
starfsmenn sína, er svo bar und-
ir, til þess að fá sitt fram í
þeim málum, er þeir voru með-
eigendum sínum ósammála um.
6. Bera undirmenn sökum, aö
lítt athuguöu máli.
Reið kona er til dæmis að
segja yfirmanni frá framkomu
eins starfsmanns hans: „Þessi
maður var blátt áfram ókurteis
og óskammfeilinn. Það hefir
aldrei verið talað við mig í slík-
um tón á ævi minni, ég segi ekki
annað en það!“
Þetta er viðkvæðið hjá kon-
um, sem eru alltof tilfinninga-
næmar og ,,bældar“. Beztu
vinnuveitendur, sem ég hefi unn-
ið hjá, voru menn, sem reyndu
að verja mig árásum viðskipta-
vinanna, meðan ég starfaði hjá
þeim, rétt eins og þeir gátu
vænzt þess að ég verði félagið
árásum. Skynsamur fram-
kvæmdarstjóri fer ekki að gera
veður út af slæmri fregn, unz
hann hefir kynnt sér málið frá
báðum hliðum.
7. Bregöast reiöir viö hrein-
skilni.
Sum þau fyrirtæki, sem ein-
mitt halda fast við kennisetn-
inguna: „Viðskiptavinurinn hef-
ir ávallt á réttu að standa,“ hafa
hausavíxl á hlutunum, að því er
við kemur starfsmönnum, og
halda því fast fram, að félagið
hafi jafnan rétt fyrir sér. Fram-
kvæmdarstjórum er alls ókleift
að taka gagnrýni varðandi
framleiðsluvöru sína ef starfs-
mennirnir koma með hana. Það
er jafnvel talið, að starfsmenn
vinni sér til óhelgis með því að
styðja utan að komandi gagn-
rýni.
Ég þekkti vinnuveitanda, sem
var svo hörundssár að þessu
leyti, að eina leiðin til þess
að geta starfað með hon-
um, var, að því er starfsliðinu
fannst, að segja já og amen við
öllu. Og það jánkaði líka þangað
til fyrirtækið geispaði gol-
unni.
8. Setja tilfinningar ofar
dómgrein.
Beztu framkvæmdarstjórarn-
ir eru þeir, sem reyna í alvöru
að safna að sér sem hæfustum