Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 29
ARABAR BÚA ÞAR EINNIG
27
lag við Araba, verður Palestína
enginn griðastaður fyrir þá.
Það er ekki mikið útlit fyrir
frið og öryggi innflytjendanna í
landi, þar sem allt logar í ófriði
út af þeim sjálfum.
Þó er það skoðun mín, að
Gyðingar muni geta öðlazt þann
griðastað, er þeir þrá — en að
vísu gegn nokkurri fórn. Fórn-
in er sú, að þeir sleppi hug-
myndinni um Palestínu, sem
Gyðingaríki og fallist á, að
tala innfluttra Gyðinga verði
bundinn við ákveðinn fjölda á
ári, enda sé talan ákveðin af
fullri sanngirni. En áður en
þetta kæmizt í framkvæmd,
væri leyft að flytja inn vissan
fjölda flóttamanna — t. d. 100
þús. manns.
í sambandi við hið hörmulega
öngþveiti í Palestínu, hafa ver-
ið gefin svo mótsagnakennd lof-
orð, að engin málamiðlun er
hugsanleg, án þess annarhvor
aðili telji sig svikinn. Og þeir
menn, sem gáfu þessi loforð,
höfðu hvorki siðferðilegan rétt
né getu til þess að efna þau.
Til þess að skýra málið, skul-
um við setja Bandaríkin og
Filippseyjabúa í stað Bretlands
og Araba. Setjum svo, að
Bandaríkin hefðu stutt Filipps-
eyjabúa til sjálfsstjórnar, en
hefðu síðan snúið sér að þjóð-
flokki, sem hefði verið kúgaður
af Japönum, og hefði þjóðflokk-
ur þessi búið í Filippseyjum fyr-
ir mörgum öldum, en væri þar
nú með öllu framandi. Setjum
ennfremur svo, að Bandaríkin
hafi lofað þessum þjóðflokki
eyjunum, til þess að hann gæti
stofnað þar sitt eigið ríki. Fil-
ippseyjabúar myndu ekki fallast
á rétt Bandaríkjanna, til þess
að gefa slík loforð. Þeir myndu
berjast gegn því, að reynt yrði
að standa við það. Og almenn-
ingsálitið í Ameríku myndi vera
á þeirra bandi.
Það er erfitt að svara Aröb-
um, þegar þeir segja: „Ame-
ríkumenn tala um, að vernda
rétt minni hlutans. Er hér átt
við, að troðið skuli á meirihlut-
anum og hann gerður að minni-
hluta í sínu eigin heimkynni?
Þeir tala um sjálfsákvörðunar-
rétt, frjálsar kosningar og lýð-
ræði. Hví ekki að hafa frjálsar
kosningar í Palestínu og ákveða
framtíð okkar á lýðræðislegan
hátt? Og er það ekki einkenni-
legt (þrátt fyrir allt orðagjálfr-
ið um Gyðingaofsóknir nazist-
anna og yfirlýstan hjálparvilja
Ameríkumanna), að hvorki