Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 28
26
ÚRVAL
að Gyðingarnir hefðu kennt
þorpsbúum betri áveituaðferðir,
lánað þeim búvélar og verið þeim
hjálpsamir á margan hátt. Hann
dáðist að þeim,sem einstakling-
um. En hann sagði, að það væru
aðrir Gyðingar í Palestínu, sem
fyrirlitu Araba og færu illa
með þá. Hann trúði ekki á þá
fullyrðingu Zionista, að Aröb-
um yrði tryggt jafnrétti. I aug-
um hans var málið ofur einfalt:
Ef Gyðingar fengju að ráða,
yrði Palestína júðskt land, en
ekki arabískt.
Um kvöldið vorum við stadd-
ir í Jerúsalem og ræddum við
mann, sem hafði starfað á einu
af samyrkjubúum Gyðinga. Við
spurðum hann, hvaða árangur
hann teldi að hefði náðzt við til-
raunir Gyðinga til vinsamlegra
samskipta við Araba. Hann
svaraði, að árangurinn hefði að
sumu leyti verið góður. Til
dæmis um það, gat hann þess,
að Arabarnir, sem bjuggu í ná-
grenni við búið, hefðu ekki gert
Gyðingum þar neinn miska.
Þeir virtust vera þakklátir fyr-
ir þá aðstoð og ráðleggingar,
sem þeir höfðu orðið aðnjótandi.
Stundum vöruðu þeir Gyðingana
við árásum annara Araba-
flokka.
En þetta voru persónuleg
tengsli og snertu ekki höfuð-
stefnuna — að sjá svo um, að
Palestína yrði áfram arabískt
land. Þessir sömu Arabar gátu,
í þágu þjóðernislegrar skyldu
sinnar, ráðist á aðra Gyðinga,
er f jær bjuggu —< þar sem eng-
um persónutengslum var til að
dreifa. Sögumaður okkar var
ekki í neinum efa um, að þeir
myndu halda þessu áfram.
Frá því á árinu 1939 hafa
ofbeldisverk í Palestínu nærein-
vörðungu verið framin af of-
stækisfullum Gyðingum. En svo
hefir ekki alltaf verið, og það
getur breyzt áður en varir. Vel
getur svo farið, að Arabar sjái
sig líka neydda til að grípa til
vopna.
Það er aðeins eitt mál á dag-
skrá í Palestínu um þessar
mundir: barátta Gyðinga og
Araba. Fáir eru bjartsýnir. Við
verðum að vera langt í brott
frá sjálfum vettvanginum, til
þess að dirfast að spá því, að
Arabar munu sætta sig við
Gyðingaríki í Palestínu.
Þegar svo er í pottinn búið er
það hryggilegt, að mikill hluti
ofsóttra Gyðinga í Evrópu,
skuli óska eftir að fara til Pal-
estínu. Ef ekki næst samkomu-