Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 125
TIL MIKILS AÐ VINNA
123
gæti verið viðstaddur jarða-
för Adolfs Hitlers. Hann faðm-
aði og kyssti Lanny, sem hafði
ekki rakað sig, og leit út eins og
mongólskur nautahirðir, sem
hefir verið giftur í marga mán-
uði.
„Lanny,“ sagði Jesse frændi
hans, þú veizt, að ég hefi aldrei
spurt þig um starf þitt. Kannske
þú segir mér eitthvað um það
núna.“
„Ég hefi ekki verið leystur
formlega frá þagnarloforði
mínu, Jesse, en úr því að ég fer
ekki oftar til Þýzkalands, get ég
leyst dálítið frá skjóðunni.“
„Ég hefi haldið, að þú hefðir
samband við Roosevelt.“
„Það er rétt.“
„Þú hittir hann þá líklega,
þegar þú kemur heim?“
„Ég býst við því.“
„Forstöðumaður deildar minn-
ar í Narkomindel veit um för
þína til Yenan, og langar að fá
fréttir þaðan. Ég sagði honum,
að þú værir trúnaðarmaður
forsetans, og hann stakk upp á
því, að þið Stalin ræddust við.
Vilt þú það?“
„Það er fátt, sem mig langar
meira til,“ sagði Lanny.
Þau flugu til Moskva í hrað-
fleygri flugvél og lentu þar
eftir fjögra klukkustunda flug.
Daginn eftir kom liðsforingi
úr Rauða hernum til fundar við
Lanny. Hann var úr lífvarðar-
liði Stalins og spurði Lanny á
góðri ensku, hvort hann gæti
komið á fund forsætisráðherr-
ans þá um kvöldið klukkan ell-
efu stundvíslega. Hann kvaðst
sækja hann í bíl klukkan hálf
ellefu.
Bíllinn kom, og þeir óku til
Kreml.
Þeim var ekið að dyrum
byggingar einnar, innan múr-
anna.
Við dyrnar stóð hermað-
ur, sem lýsti með vasaljósi
frarnan í þá; hann sagði nokk-
ur orð, en síðan fengu þeir að
halda áfram. Lanny hafði heyrt,
að Stalin byggi í íburðarlausri
íbúð í einni byggingunni, og
hann var að velta því fyrir sér,
hvort farið yrði með sig þangað.
Gesturinn var leiddur gegn-
um forsal á neðstu hæð. Salur-
inn var sporöskjulagaður með
hvelfdu lofti og veggirnir þilj-
aðir ljósri eik.
Liðsforinginn gekk að lokuð-
um dyrum og barði hægt. Eftir
hálfa mínútu opnuðust dyrnar
og inn gekk maður, sem var svo