Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 64
62
ÚRVAL
væru að fara þess á leit, að
slátrað yrði helgum tarfi, á-
hangandi þeirra eigin musteri.
Þannig virtist mál með vexti,
að um vorið fyrir hungursneyð-
ina miklu hafði guðhræddur
Hindúi, sem færa vildi guðunum
fágæta fórn, komizt á snoðir
um, að sútari nokkur af lág-
stéttinni hefði fundið nýborinn
nautkálf tilheyrandi villtri naut-
gripahjörð í Biharfrumskógun-
um. Ríki Hindúinn keypti
kálfinn og gaf hann Mahadeo-
musterinu. Þar hafði ég séð
hann drekka mjólk úr látúns-
bikar sem væri hann mannleg
vera.
I Biharfrumskóginum hafði
ég oft horft á föður minn og
Jowaru skjóta villt naut af þess-
ari tegund. Þau eru gríðarstór,
snör í snúningum og gljáandi
eins og flauel, með beinum og
sterkum sex þumlunga löngum
hornum, sem eru jafnhættuleg
og vígtennur villigaltarins.
Þegar musteristarfurinn var
vaxinn upp úr mjólkurgjöfun-
um, var honum sleppt lausum
á sölutorgið. Hann ráfaði nið-
ur mannmargar göturnar, fnas-
aði í búðargáttunum og tróðst
áfram í fólksþyrpingunni, eins
og helgra tarfa er siður. Úr
hæfilegri fjarlægð horfði ég oft
á hann óboðinn gæða sér á
hinu dýrmæta korni, sem bænd-
urnir höfðu stillt upp til sölu, á
dúka fyrir framan sig. Enginn
þeirra þorði að banda við hon-
um, og hann dafnaði vel og varð
silkimjúkur og fagurlimaður
boli.
Enda þótt fjöldi fólks hryndi
niður úr hungri í hallærinu, lifði
hinn lielgi tarfur í vellystingum
og varð skapstyggur og ein-
þykkur.
Vorið eftir fór tarfurinn fyrir
alvöru að finna til kraftanna.
Ég óttaðist hið glæfralega
augnaráð hans ogforðaðisthann
nú öllu meira en áður. Hann
flæmdi hin heilögu nautin, sem
gerðu kornsölunum þungar bú-
sifjar, út á sléttuna. Árásir
hans á keppinautana urðu svo
afskaplegar, að sölufólkið varð
alvarlega skelkað. Hjálpar var
leitað hjá musterinu, en prest-
arnir leyndu sinni eigin hræðslu
og neituðu opinberlega að skipta
sér af dýri Mahadeo. Faðir
minn bauðst til að skjóta naut-
ið, en brezku yfirvöldin báðu
hann að bíða átekta. Ef til vill
mundi frumskógurinn á endan-
um laða hann að sér og þá