Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 49
VANÞROSKA BÖRN
47
sjúkdómar alger undantekning,
og það er eðlilegt að gera ráð
fyrir, að slíkt endurtaki sig ekki
innan sömu fjölskyldu.
Andlegur vanþroski getur
verið arfgengur, en það er sjald-
gæft. Flest andlega vanþroska
börn koma af foreldrum, sem
eru talin í meðallagi eða fyrir
ofan meðallag að þroska. Með
þeirri þekkingu, sem við nú orð-
ið ráðum yfir, er tiltölulega auð-
velt að skilja á hvern hátt þetta
getur orðið, en við getum
ekki komið í veg fyrir það
að öllu leyti. Þegar frum-
urnar í upphafi sameinast við
frjóvgunina, renna saman litn-
in úr egginu og úr sæðinu og
mynda eina heild, sem hefir að
geyma andleg og líkamleg sér-
kenni foreldranna. Þessi heild
klofnar síðan í tvennt en samein-
ast síðan aftur í hina endan-
legu mynd frumunnar og þá
hefst þróunarferill barnsins.
Hin ýmsu sérkenni eru þá
geymd í litnunum. Samruni og
klofnun litnanna getur mistek-
ist, en það hefir áhrif á þroska
barnsins.
f þróun hinnar mannlegu líf-
veru miðar náttúran að því að
fá fram hið bezta í fari foreldr-
Þannig flytjast óvenju-
legar gáfur og sérstakir hæfi-
leikar áfram frá kynslóð til
kynslóðar. Þetta skýrir einnig
fyrirbrigði, sem er tiltölulega
algengt, að óvenju gáfuð börn
fæðast í fjölskyldum, þar sem
faðirinn og móðirin hafa aðeins
meðalgáfur.
Þess verður að krefjast af
foreldrunum, að þau hafi þá
skynsemi til að bera, að þau taki
barnið eins og það er. Það er
ekki algengt að foreldrar geri
sér það ljóst, hver hamingja
hefir þeim í skaut fallið að
eignast fullhraust barn. En
hinir ógæfusömu foreldrar eiga
ekki og mega ekki fórna allri
velferð fjölskyldunnar í áragn-
urslausar tilraunir. Einkum á
þetta við ef þau eiga fleiri börn.
Ég hefi átt þess kost að fylgjast
með sumum þessara vanþroska
barna, fyrst á heimilum þeirra
og síðar á hælum. Það er örugg
sannfæring mín, að ef þau hefðu
möguleika til þess að láta sjálf
í ljósi álit sitt, mundu þau mót-
mæla því við foreldra sína, að
þau færðu svo margar árangurs-
lausar fórnir þeirra vegna, því
þegar öllu væri á botninn hvolft
væri mjög auðvelt að uppfylla
kröfur þeirra og þarfir.
anna.