Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 65
FAÐIR MINN SKAUT HELGAN TARF
63
þyrfti ekki að gera grein fyrir
neinum helgispjöllum.
En í þetta sinn brást frum-
skógurinn alveg. Dag einn
stangaði tarfurinn ofboðslega
tvo uxa, sem bundnir voru við
tré og gátu enga björg sér veitt.
Sækja þurfti lögreglumann,
múhammeðstrúar, til þess að
stytta þeim aldur, því að enginn
Hindúi vogaði að binda endi á
þjáningar þeirra. Nokkrum dög-
um seinna fékk hinn helgi tarf-
ur annað æðiskast og stangaði
vatnavísund í hel. Vísundurinn
drapst samstundis, vagninn, sem
hann dró, valt um koll, og gamli
maðurinn, sem í vagninum ólc,
varð að leita hælis upp í tré.
Það var á þjóðveginum ná-
lægt húsi okkar, að æði nauts-
ins náði hámarki sínu. I mistr-
inu snemma morguns réðist það
á uxavagn, er í voru bóndi og
kona hans. Þau reyndu að fæla
hann í burt, en hann stangaði
annan uxann í hel eins og ekk-
ert væri. Þegar hann réðist á
hinn, var vagninn hálfur út af
veginum og bóndinn og kona
hans veifuðu prikum og hróp-
uðu hástöfum. Athygli tarfs-
ins beindist frá fórnarlambinu.
Hann hvarf frá uxanum og réð-
ist á manneskjurnar. Áður en
lauk, lágu bóndinn og kona
hans niðurtroðin og sundur-
kramin hjá vagninum. Uxinn,
sem eftir lifði braust um og
reyndi að losa sig. En þá var
tarfurinn horfinn.
Prestar Mahadeomusterisins,
sem sögðu pabba þessa sögu,
fullyrtu að sökin lægi hjá djöfl-
unum, sem færthöfðuhungur og
drepsóttir yfir Indland. Hvernig
í ósköpunum gæti einn einasti
helgur tarfur staðizt aðsókn
svo margra djöfla? Vildi ekki
Padre Sahib vera svo vænn að
skjóta nautið og leysa það úr
álögum hinna illu anda, úr því
að verknaðurinn væri ekki synd
í hans augum?
Jú, Padre Sahib var til í það,
og aðförin var skipulögð tafar-
laust. Enda þótt Jowaro gæti
ekki tekið þátt í leiknum, slóst
ég í förina.
Nærri því allir þorpsbúar að-
stoðuðu við leitina, og við fund-
um tarfinn á torginu. Faðir
minn komst nálægt honum, en
ómögulegt var að koma við
byssu, svo að víst væri, að slys
hlytist ekki af. Mannf jöldinn og
hávaðinn gerði tarfinn óróleg-
an, og hann sneri sér við, fnas-
aði, krafsaði með framlöppun-
um og bjóst til undanhalds. Um