Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 77
HUNDARNIR I KONSTANTINOPEL
75
hinn mikla aragrúa hunda, sem
höfðust þar við umhirðulausir.
Enda þótt Múhammeðstrúar-
menn telji hunda óhrein dýr,
voru Tyrkir hinir einu vinir
þeirra. Þeir gældu að vísu aldrei
við þá og hleyptu þeim aldrei
inn í híbýli sín, en börðu þá
aldrei. Jafnvel hinn snauðasti
betlari deildi brauði sínu með
hungruðum hundi, því að kór-
aninn mælir svo fyrir, að vernda
beri hina varnarlausu og veiku.
Þegar nístandi vindur utan af
Svartahafi næddi um borg-
ina, létu tyrknezku dyraverðirn-
ir, sem þeir sæu ekki hundana,
sem skýldu sér fyrir innan hlið-
in, en kristnu dyraverðirnir
spörkuðu þeim burt. Ef hvolp-
ar voru að flækjast um göturn-
ar, kepptust börn og fullorðnir
um að gæta þeirra. Það var á-
hrifamikið að veita því athygli,
hve góðir Tyrkir gátu verið við
hundana.
Hundunum var eytt árið 1909.
Eyðingin var ekki framkvæmd
af hreinlætisástæðum. Það var
kaldhæðni örlaganna, að þeim
var eytt vegna þess að byltinga-
hreyfing Ungtyrkjanna, sem
komst til valda á eftir Abdul
Hamid árið 1908, leit á þá sem
tákn hinnar gömlu harðstjórn-
ar.
Þrátt fyrir reiði fólksins,
mótmæli trúflokkanna og hinna
erlendu íbúa borgarinnar, hélt
stjórnin áfram að eyða hund-
unum með undraverðri atorku,
og á svo ruddalegan hátt, að
engin orð fá lýst.
Fyrst voru allir hvolpar
drepnir en síðan voru fullorðnu
hundarnir fluttir út í smáeyju í
Marmarahafinu og látnir drep-
ast þar úr hungri. I margar vik-
ur heyrðu menn hin ægilegustu
kvalarýlfur úr eyjunni. Svo
þögnuðu hljóðin. Hundarnir frá
Konstantinopel voru dauðir.
Brátt hófst ný innrás. Kettir,
sem áður höfðu verið fáliðaðir
í borginni sökum hundamergð-
arinnar, hópuðust nú til fyrir-
heitna landsins. Konstantinopel
fékk sín maklegu málagjöld. 1
dag er hún borg kattanna.
05 ★ Oú
Ný námsgrein!
Auglýsing í Darmstádter Echo, Þýzkalandi: —
„Ung kona, sem vinnur í skrifstofu, tekur að sér kennslu í
lýðræði eftir klukkan 6 á daginn.“