Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 102
100
ÚRVAL
fyrst gefið deyfilyf. Síðan,
jafnvel á 15 mínútna fresti, eru
gefin lyf í augað til að draga úr
þrýstingnumí því. Þessi lyf auð-
velda brottrennsli augnvökvans.
Þar sem sömu lyf eiga ekki við
alla sjúklinga, verður stundum
að reyna mörg áður en góðum
árangri er náð. I sumum tilfell-
um verka þessi lyf svo vel, að
skurðaðgerð er hægt að fresta.
En venjulega er skurðaðgerð
nauðsynleg, strax þegar vökva-
þrýstingurinn hefir verið lækk-
aður, og er hún yfirleitt fram-
kvæmd innan eins eða tveggja
daga, því að í þessum bráða-
tilfellum glatast sjónin svo
fljótt. Markmiðið með þess-
um aðgerðum, sem eru mis-
munandi.er að búa til nýjar frá-
rennslisbrautir augnvökvans,
þar sem hinar voru skemmdar.
Árangurinn verður, að þrýsting-
urinn í auganu verður eðlilegur
eða lækkar það mikið, að hægt
er að halda honum eðlilegum
með lyfjum.
Nokkrir fá væg köst sem
undanfara bráðagláku. Allt
of oft eru þau sett í sam-
band við magaslæmsku, sem
einatt fylgir. Venjulega verða
þau smátíðari og þyngri. Hæg-
fara tilfelli er oft hægt að lækna
með lyfjum, að minnsta kosti
um stundar sakir. En mörg, ef
til vill flest þessi tilfelli, krefj-
ast skurðaðgerðar fyrr eða síð-
ar. Meðan vandlega er hugsað
um sjúklinginn og reglulegar
prófanir eru gerðar, er yfirleitt
lítil hætta. En vanræksla, þótt
ekki sé nema stuttan tíma, get-
ur kostað einhvern sjónmissi,
sem ekki er hægt að bæta, því
að sjóntaugarnar (sjónhimnan)
gróa ekki eftir að þær hafa
skaddast.
Sjálfsagt er að láta augn-
lækni skoða augun. Hann einn
er sérstaklega lærður í að
greina og lækna augnsjúk-
dóma. Með áhöldum sínum mæl-
ir hann sjónsvið augans og
minnstu breytingar á þrýst-
ingi þess. Oft talar fólk um
gleraugnaslípara og gleraugna-
sala sem augnsérfræðinga.
Stundum hafa slíkir menn aug-
lýst sig sem augnlækna. Þeir,
sem ekki hafa kunnað að greina
þarna á milli, hafa stundum
orðið að borga það dýru verði.
Gláka byrjar oftast í fólki
úr því það hefir náð fertugs-
aldri. Allir, sem hafa náð þeim
aldri, ættu að fara með vissu
millibili til augnlæknis, til
augnskoðunar.