Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 34
32
ÚRVALi
sínum frímerkjum í veskið sitt
og kvaðst ekki ætla að farga
þeim strax. Skömmu síðar flutti
f jölskylda hans burt úr bænum,
og ég gleymdi bæði honum og
frímerkjum hans, enda þótt ég
héldi sjálfur áfram frímerkja-
söfnun.
Mörgum árum seinna hitti ég
hann aftur á alþjóðasýningu í
New York, árið 1926.
„Sæll og blessaður, gamli
félagi,“ heilsaði hann mér. „Ég
hugsaði til þín héma á dögun-
um. Ég fékk tilboð í minn hluta
af frímerkjunum, sem við fund-
um forðum í gömlu kistunni.
Manstu eftir því?“
Ég mundi vel eftir því. „Hve
hátt var tilboðið ?“ spurði ég.
„Níu þúsund dalir. En ég
læt þau ekki í bráð. Þau eiga á-
reiðanlega eftir að renta sig
betur.“
Nú eru tuttugu ár liðin síðan
Bill fékk níuþúsunddala-tilboðið
1 frímerkin sín. Sem stend-
ur hugsa ég að fá mætti
25000 dali fyrir þau öll — og
er þó ekki ofmetið. Verð á slíku
byggist auðvitað dálítið á duttl-
ungum auðugra áhugasafnara.
Og eftir tuttugu ár héðan í frá ?
Ja, þið getið reynt að gizka á
það.
Það hefir lengi tíðkazt hér í
landi, að póststjórnin gefi út
nýjar tegundir frímerkja til
minningar um ýmsa merkisat-
burði í sögu þjóðar vorrar, enda
ekki óalgengt með öðrum þjóð-
um. Sem dæmi má nefna Trans-
Mississippi seríuna, er gefin var
út árið 1898, til minningar um
landnám Vesturríkjanna. 1
henni voru níu tegundir frí-
merkja. Þegar frá líður, hækka
seríur af þessu tæi jafnan geysi-
lega í verði, eins og ótal dæmi
sanna.
— Eigi alls fyrir löngu dó x
Washington þekktur mennta-
maður, sem eftirlét einkadóttur
sinni allar eigur sínar. Þar á
meðal var stærðarsafn vísinda-
rita. Dag einn, er stúlkan var að
blaða í gamalli skræðu, rakst
hún á urnslag, sem augsýnilega
hafði verið notað sem bóka-
merki. Frímerkið á umslaginu
var næsta fábrotið — grunnur-
inn var hvítur; á það ofanvert
var prentuð undirskrift James
M. Buchanan forseta, en neðst
var talan 10 í einfaldari um-
gerð.
Daginn eftir sýndi hún kunn-
ingja sínum, sem var frímerkja-
safnari, þetta „skrítna frí-
merki.“ Hann horfði lengi á um-