Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 127
TIL MIKILS AÐ VINNA
125
tökum. Það var móðurbróðir
minn, Jesse Blackless, sem gerði
mig vinstrisinnaðan þegar í
æsku. Hann kom mér í samband
við ítalskan syndikalista, Bar
böru Pugliese, sem þér hafið ef
til vill heyrt getið.“
„Ég hitti hana á alþjóðafund-
um hér áður fyrr.“
„Hún hafði mikil áhrif á mig,
og síðar kynntist ég mörgum
vinstrisinnum. Á friðarráðstefn-
unni í París var ég túlkur Charl-
es Alstons prófessors, og þar
kynntist ég Georg Herron og
Lincoln Steffens, og kom Steff-
ens og House í samband við þrjá
fulltrúa Sovétstjórnarinnar, sem
komu til Parísar. Um þetta leyti
gerðum við allt, sem við gátiun,
til þess að koma í veg fyrir árás
heimsauðvaldsins á hina nýju
stjórn yðar. Okkur tókst að
telja Wilson forseta á að senda
Herron á ráðstefnu, sem haldin
var á Prinkipoey, eins og þér
munið.“
„Ég gleymi ekki atburðum
þessara daga, herra Budd.“
„Okkur mistókst, en allt hefði
getað farið verr, og hefði áreið-
anlega gert það, ef við hefð-
um haldið að okkur höndum.
Þetta var þýðingarmikið fyrir
mig, af því að ég lærði á því, og
eignaðist vini. Það var Alston
prófessor, sem tók ábyrgð á
mér gagnvart Roosevelt."
„Mér er sagt, að þér þekkið
forsetann vel.“
„Ég hefi átt nokkur löng við-
töl við hann — alltaf á næturna,
í svefnherbergi hans, þar sem
hann vinnur í rúminu. Ég hefi
engum sagt frá þessu nema yð-
ur, og ég bið yður fyrir það —
að minnsta kosti þangað til ég
veit um, hvaða verkefni mér
verður falið næst. Ég var á leið
til Englands í leynilegum er-
indagerðum, er ég fótbrotnaði
á báðum fótum í flugslysi. Ég
fékk sex mánaða leyfi, og það er
að verða útrunnið. Ég er nú orð-
inn alheill og býst við að mér
verði falið nýtt starf.“
„Ég þakka yður upplýsing-
arnar. Ég er mjög hrifinn af
forseta yðar, og þykir vænt um
að hitta einhvern, sem er kunn-
ugur honum.“
„Þér ættuð að hitta hann
sjálfur. Hann er ákaflega elsku-
legur maður, og hreinskilni
hans sannfærir alla — nema þá
auðvitað, sem hata tilraunir
hans til að endurbæta atvinnu-
og fjárhagskerfi okkar.“
„Ég óskaði einsltis fremur en
að hitta hann; en það yrði löng