Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 8
6
ÚRVAL
Páll byrstur. „Jú,“ svarar Jón,
en heldur samt áfram. „Reyn-
irðu ekki að hætta?“ spyr Páll.
„Jú,“ svarar Jón, „en ég get
ekki við þetta ráðið.“ En þegar
dávaldurinn skipar Jóni að
hætta, ber það undireins tilætl-
aðan árangur. í hverju er mun-
urinn fólginn? Þeir koma báðir
sömu hugmyndinni inn hjá Jóni,
en aðeins í öðru tilfellinu leiðir
hún til verknaðar. Sannleikur-
inn er sá, að aflið liggur ekki í
hugmyndinni sjálfri, heldurítrú
Jóns á orð dávaldsins, í hneigð
til verknaðar, sem orð hans
vekja hjá Jóni, en orð Páls vekja
ekki, að því að Jón er í dáleiðslu-
sambandi við dávaldinn, en ekki
Pál. Með nokkrum orðum get-
ur dávaldurinn sett Jón í dá-
leiðslusamband við Pál, og
hlýðnast þá Jón skipunum hans.
I léttri dáleiðslu er hægt að
athuga innri togstreitu eða bar-
áttu, sem oft á sér stað með
mönnum og mikilvægt er að öðl-
ast skilning á, einkum á sviði
andlegrar heilsuverndar og sál-
lækninga. Ávallt þegar tog-
streita á sér stað, er urn að ræða
eins konar klofnun á öflum
persónuleikans: Ein hneigðin
vinnur gagnstætt hinni (t. d.
hræðsla og forvitni), eða gegn
persónuleikanum í heild (t. d.
reiði, kynhvöt, hræðsla, sem
reynt er að halda í skef jum með
viljaafli). I dáleiðslu er stund-
um hægt að skipta persónuleik-
anum í tvö þvílík andstæð öfl.
Ef Jón er nægilega næmur
fyrir áhrifum frá þriðja manni,
Páli, getur Páll fengið hann til
að gera tilraun til að óhlýðnast
eða standa uppi í hárinu á dá-
valdinum. Dávaldurinn hefur t.
d. sagt Jóni, að hann geti ekki
rétt úr hægra handleggnum, en
nú kemur Páll til skjalanna og
fær hann til að reyna það. Við
sjáum, að vöðvar þeir, sem rétta
handlegginn, eru spenntir, en
starf þeirra ber engan árangur,
af því að þeir vöðvar, sem halda
handleggnum beygðum, hafa
jafnan yfirhöndina, hversu mjög
sem Jón reynir að rétta úrhand-
leggnum. Þetta er mjög einfalt
ytra merki um innri baráttu,
þegar tvær hneigðir eða tvö öfl
togast á í persónuleikanum.
Dávaldurinn hefur ekki ótak-
markað vald yfir Jóni. Hann
getur einungis magnað ein-
hverja hneigð með honum, en
þessi hneigð er ekki almáttug.
Ef önnur sterkari hneigð vakn-
ar með Jóni eða hneigðin, sem
dávaldurinn vakti, rekst á aðra