Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 114
112
U'RVAL
þetta mál — hvort það bætir
eða spillir fyrir okkur.“
„Lanny, það er ljótt að tala
svona — ég vil ekki hlusta á
það.“
„Gott og vel; ef til vill sjáum
við Oriole, þegar þokunni létt-
ir, og þá skal ég skammast
mín.“
Loks brauzt dagrenningin
gegnum þokuna. Þau rýndu út
á leguna, og reyndu að koma
auga á snekkjuna, en árangurs-
laust. Mörg flutningaskip lágu
enn við festar, en Oriole var
hvergi sjáanleg.
Þau höfðu komið sér saman
um, að næsta skrefið væri að ná
tali af Altheu, sem var á för-
um úr borginni; hún myndi gefa
þeim góð ráð. Þau fóru til
hótelsins og Lanny náði í Alth-
eu í síma. Þegar hann hafði
sagt henni allt af létta, bað hún
hann að bíða andartak. Þegar
hún kom aftur í símann, sagði
hún, að Foo Sung óskaði eftir að
þau heimsæktu sig og myndi
hann senda bifreið sína eftir
þeim. Lanny þáði boðið, fegins
hugar.
Þetta var mánudaginn 8. des-
ember, eftir Hongkong tíma,
sunnudaginn 7. desember, eftir
Pearl Harbor tíma. Amerísku
herskipin lágu þegar á marar-
botni og hinn mikli flugvöllur
var alþakinn brennandi flug-
vélaflökum. Fréttin barst með
útvarpinu. Þau störðu hvert á
annað og reyndu að gera sér
ljóst, hvaða þýðingu það heíði,
að Ameríka væri komin í stríð-
ið. Myndi Hongkong berast
hjálp ?
Von bráðar skýrði útvarpið
líka frá því, hvað þar hafði
gerzt. Japanskarflugvélarhöfðu
ráðizt á Kai Tak flugvöliinn
á Kowloonskaganum, rétt við
hótelið, sem þau höfðu dansað
í síðastliðið laugardagskvöld.
Síðar um kvöldið sátu þau
f jögur í hótelherbergi og rædd-
ust við. Hinn aldraði kaupmað-
ur átti ekki á öðru völ en að
vera kyrr í borginni og taka því,
sem að höndum bæri. En hin
þrjú, sem voru amerískir borg-
arar, gátu enn komizt undan.
Foo Sung hafði þegar samið
við skútuskipstjóra einn, að
hann tæki þau með og feldi þau
í lestinni. Ætlunin var að laum-
ast norð-austur með ströndinni,
en slíkt var ógerlegt nema á
þokunótt, því að japanski flot-
inn hafði nánar gætur á öllu.