Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 15
AÐ NJÓTA LlFSINS
13
að ég myndi verða fjarverandi
í þrjá mánuði.
Það er hollt fyrir hvern þann
mann, sem heldur að hann sé
ómissandi í stofnun sinni, að
hverfa á brott í nokkra mánuði.
í fyrsta sinn, sem ég fór í lang-
ferð, nokkrum árum áður en ég
fékk bréfið, hélt ég að allt færi í
ólestri meðan ég væri í burtu. En
þegar ég kom aftur, kornst ég að
raun urn, að sjúklingarnir voru
engu færri en þegar ég fór, bat-
inn hafði gengið eins vel eða
betur, og flestir sjúklingarnir
vissu ekki einu sinni um að ég
hefði verið fjarverandi. Það er
auðmýkjandi að sjá, hve fljótt
maður kemur manns í stað, en
það er samt sem áður hollur
lærdómur.
Ég hringdi í Shorty, sem var
uppgjafahermaður og einkavin-
ur minn, og bað hann að finna
mig í skrifstofu minni. Þegar
hann kom, bað ég hann að flýta
sér heim, taka til farangur sinn
og koma með mér til Suður-
Ameríku. Hann svaraði því til,
að hann langaði að vísu til þess,
en hann hefði svo mörgu að
sinna næstu mánuðina, að hann
gæti ekki verið eina viku í
burtu.
Ég las bréfið fyrir hann, en
hann hristi höfuðið. „Ég get
ekki farið,“ sagði hann; „auð-
vitað langar mig til þess, en ég
hefi beðið í margar vikur eftir
að ljúka dálitlum viðskiptum.
Mér þykir fyrir þessu, garnli
vinur, en einhvern tíma — ein-
hverntíma —,“ og hann talaði
hægar. „Hvað var það nú aft-
ur, sem konan sagði? „Það er
áliðnara en þú heldur?“ Gott
og vel —.“
Hann þagði um stund. Við
sögðum hvorugur neitt. Ég sá
að hann var að vega það í huga
sér, hvort skyldi meta meira,
kröfur líðandi stundar eða hin
fáu ár, sem ólifuð voru.
Að lokum sagði hann: „Ég
hefi beðið í þrjá mánuði eftir
því, að þessir viðskiptamenn
mínir tækju ákvörðun. Ég bíð
ekki lengur. Þeir geta beðið.
Hvert ætlar þú að fara?“
Við fórum til Suður-Ameríku.
Við ferðuðumst sjóleiðis á gang-
litlu vöruflutningaskipi, og við
fundum hvernig áhyggjum létti
af okkur og hve hafgolan
hressti okkur. Brátt vorum við
staddir í einni af stórborgum
Suður-Ameríku. Það vildi svo
vel til, að við vorum gestir eins
mesta athafnamanns í landinu,
sem hafði sett á stofn fjölda