Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 40
38
TÍRVAL
inu sínu, þar til það brotnaði.
Síðan varð hann að ganga eftir
strætunum með þunga, gull-
saumaða fánann. Sem betur fór
þurfti hann ekki að burðast
með perlurnar. Tollverðirnir
höfðu gert þær upptækar.
Hundruð þúsunda hinna inn-
fæddu manna voru önnum kafn-
ir við störf sín; þeir átu, drukku
og ráku viðskipti, án þess að
hafa hugmynd um, að þeir hefðu
verið uppgötvaðir. Kolumbus
hugsaði um þetta með beizkju.
,,Ég legg mig allan fram, til
þess að útvega fé til þessa leið-
angurs, ég sigli yfir hafið, ég
tefli lífi mínu í hættu — og
enginn veitir mér minnstu at-
hygli.“
Hann vék sér að manni, sem
leit út fyrir að vera bezti ná-
ungi, og sagði stoltur.
„Ég er Kristófer Kolumbus."
„Stafið þér það,“ sagði hinn
innfæddi óþolinmóður. Kolum-
bus gerði svo.
„Það er eins og mig rámi í
eitthvað,“ sagði sá innfæddi,
seljið þér ekki vélar?“
„Ég uppgötvaði Ameríku,“
sagði Kolumbus, og var líka orð-
in óþolinmóður.
„Er það satt! Er langt síð-
an?“
„Nei, rétt áðan, fyrir svo sem
fimm mínútum.“
„Þetta kalla ég fréttir. Og
hvað ætlist þér fyrir, herra
Kolumbus?“
„Mér finnst,“ sagði hinn
mikli sæfari hæversklega, „mér
finnst ég eiga skilið að fá dálitla
viðurkenningu. “
„En tók enginn á móti yður,
þegar þér komuð í land?“
„Nei, enginn. Það lítur út
fyrið að hinir innfæddu hafi
ekki gert sér ljóst, að ég var
kominn til að uppgötva þá.“
„Þér hefðuð átt að senda
skeyti. Það er ekkert vit í þessu.
Ef þér ætlið að uppgötva nýtt
land, eigið þér að senda skeyti
fyrst, skrifa hjá yður nokkra
brandara handa blaðamönnun-
um og hafa meðferðis nokkur
hundruð ljósmyndir af yður
sjálfum. Með þessu móti komizt
þér aldrei áfram. Þér þurfið að
verða þekktur maður.“
Hinn innfæddi fór með Kol-
umbus til gistihúss eins og
kom honum fyrir á þrítugustu
og fjórðu hæð. Svo fór hann
burt. Eftir hálfa klukkustund
kom hann aftur og í fylgd með
honum voru tveir aðrir innfædd-
ir menn. Annar þeirra var
sítyggjandi, en hinn setti upp