Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 83
TlU HÖFUÐSYNDIR YFIRMANNA MINNA
81
þessu.“ Og hver verður svo af-
leiðingin ?
Ungfrú White og allir aðrir
á skrifstofunni hugsa með sér,
að herra Black reiði ekki vitið
í þverpokunum, það sé ekkert
að marka, hvað hann segir. Og
þegar yfirmaðurinn er hvergi
nærstaddur, er stjórnseminni
ekki fyrir að fara, mýsnar
bregða á leik, þegar engin er
hættan, starfsfólkið hefir sem
sagt glatað virðingu sinni fyrir
yfirmanninum.
Venjulega er það í slíkum
fyrirtækjinn, að skrifstofu-
stjórinn hefir allt á horn-
um sér sökum þess, að aldrei
verði neitt úr verki, þegar hann
er ekki við skrifborðið. Þess
verður hann að gjalda að hann
vill vera eina „stjarnan“ í
fyrirtækinu.
(X)$O0
Til íþróttanianna.
I tímaritinu „Dansk Boghandlertidende” gat nýlega að líta
mynd, þar sem sjá má formann danska knattspyrnusambandsins
vera að rétta norskum landsliðsmanni bók til minningar um
fyrstu landsliðskeppnina milli Noregs og Danmerkur eftir striðið.
Sú hugsun að launa líkamlegt afrek með „andlegum“ verð-
mætum er svo nærtæk, að mesta undrun vekur, að engum skuli
hafa dottið hún í hug fyrr, einkum þegar þess er gætt, hve oft
er talað um nauðsynina á „heilbrigðri sál í hraustum líkama."
Vonandi er hér ekki um að ræða eins dæmi, heldur góðan
fyrirboða, svo að næsta sumar, þegar hin miklu átök á vettvangi
íþróttanna hefjast að nýju, geti að líta myndarlegt safn góðra
bóka í verðlaunaskápum íþróttafélaganna í stað glitrandi silfur-
peninga og bikara. Vér heitum á alla aðila að gera sitt til að
svo megi verða. Það væri sannarlega göfugt verk að gera hin-
um ungu íþróttaköppum ljóst, að það er hægt að nota höfuðið
til annars en að skalla með því fótbolta eða berja það með box-
hönzkum.
Boganmelderen.