Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 80
78
TJRVAL
stéttamun starfsmanns og
stjórnanda, er svo bar undir, að
ég hitti hann á förnum vegi eða
vann með honum framyfir skrif-
stofutíma.
Eftir þetta gat ég ávallt um-
borið skapbresti hans með þögn
og þolinmæði, af því að hann
hafði vakið samúð mína með því
að sýna mér, hvernig hann væri
í raun og veru, þegar ég fékk
tækifæri til að sjá svipleiftur
þess, er bezt var í fari hans.
Sem fullkomna andstæðu við
þenna mann get ég nefnt gjald-
kera við banka, sem ég starfaði
eitt sinn við. Mig minnir, að
það hafi verið Emerson, er sagði
um hinn vinalausa Henry Thor-
eau, að það hafi verið eins og
að taka um trjágrein að taka
í hönd Henry.
Og sömu sögu hefi ég aðsegja
um gjaldkera þenna. Hann hef-
ir aldrei getað verið mér annað
eða meira en tákn um vald.
Jf. Tillitsleysi gagnvart sjálfs-
virðingu undirmanna.
Flestir starfsmenn hafa ein-
hvern snefil af sjálfsþótta til
að bera. Þeir fara ekki á mis við
þá gömlu og góðu tilfinningu,
að þeir séu engu verri en aðrir.
Ég hefi fúslega tekið þungum á-
drepum, er mér hafa verið veitt-
ar í einrúmi, en ef ég hefði ver-
ið þannig víttur í annarra á-
heyrn, mundi ég hafa sár-
skammast mín og um leið orð-
ið sárreiður.
Athugasemdir, sem kastað er
fram um hæfileika eða gáfna-
far starfsmannsins, geta líka
orðið vinnuveitandanum dýrar,
því að þær gera að engu sjálfs-
traust það og metnað, sem nauð-
synlegur er, ef vel á að vinna.
Einu sinni heyrði ég forstöðu-
mann hrópa til skrifstofustúlku
sinnar: „Á ég að trúa, að þér
vitið ekki annað eins og þetta,
ungfrú Gray? Þér hljótið að
hafa gengið hér um eins og sof-
andi sauður, ef þér vitið þetta.
ekki.“ Ekki er ástæðulaust að
ætla, að slíkar ávítur fylli
starfsmanninn reiði, sem drep-
ur hvern snefil af umbótavið-
leitni.
5. Ala á ríg og tortryggni.
Fyrst þegar yfirmaðurinn fer
að drepa á það í einkasamtölum
við menn sína, hve annar mað-
ur í félaginu sé hæfileikalaus,
verður trúnaðarmaðurinn upp-
veðraður. En ef hann er greind-
ur maður og gætinn, fer ekki
hjá því, að honum muni hvarfla
í hug, hvað yfirmaðurinn muni
segja um hann í trúnaði.