Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 84
Hún er mikil,
Orkan, sem í jarðskjálftum býr.
Grein úr „Collier’s“,
eftir Kurt Steel.
CAMANBORIÐ við orku þá,
^ sem leysist úr læðingi við
jarðskjálfta, er kjarnorku-
sprengjan aðeins sem púður-
kerling.
Menn hafa þekkt jarðskjálfta
frá fyrstu tíð. Menn hafa rann-
sakað þá, mælt þá, athugað
tíðni þeirra og jafnvel reist
byggingar, sem eiga að þola
jarðskjálfta. En raunverulega
hafa menn svipaða möguleika
til að koma af stað eða stöðva
jarðskjálfta, eins og hópur
maura til að velta einum píra-
mídanna af grunni sínum.
Menn hafa t. d. uppgötvað, að
Japanseyjar eru sennilega
ókyrrasti bletturinn á jörðinni.
Þar finnast meira en 25 smá-
kippir á viku hverri, alvarlegar
eyðileggingar eiga sér þar stað
á sex eða sjö ára fresti og stór-
kostlegt hrun með hér um bil
hálfrar aldar millibili.
I minni núlifandi manna hafa
orðið tveir miklir jarðskjálftar
í Japan. I hinum fyrri, sem var
árið 1891, lá nærri að Honshu,
sem er aðaleyjan, klofnaði í
tvennt. I hinum síðari, árið
1923, fórust fleiri menn en í
nokkru öðru slysi af náttúrunn-
ar völdum frá því sögur hófust.
Jarðfræðingar hafa áætlað,
að jarðskjálftinn, sem varð í
Tokyo 1. september 1923, hafi
haft jafnmikla orku og tólf
miljarðar fallbyssna með 16
þumlunga hlaupvídd.
Eftir fyrri reynzlu má gera
ráð fyrir, að Japan megi bráð-
lega búast við miklum jarð-
skjálfta. Og það er ekkert hægt
að gera til þess að koma í veg
fyrir það. Til þess að gera sér
þetta fullkomlega ljóst, er rétt
að athuga, hvað jarðskjálfti
raunverulega er.
Þá er fyrst að geta þess, að
orðið „skjálfti" er ekki hið
rétta heiti. Fyrst og fremst er
hér um að ræða hreyfingu, sem
kemur fram við það, að efri
jarðlögin springa, Orsakir jarð-
skjálftanna er leyndarmál, sem