Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 113
TIL MIKILS AÐ VINNA
111
um leið og þau fóru til að bjóða
frú Sun Yat-Sen góða nótt og
kveðja hana. Skyndilega hætti
hljómsveitin að leika, maður
kom fram á svalirnar og bað
um hljóð. Þegar kyrrð var kom-
in á, sagði hann: „Allir, sem eru
af skipum á höfninni, eiga að
fara um borð tafarlaust. Allir
menn úr varaliðinu eiga að gefa
sig fram tafarlaust.“
Ástæðan gat aðeins verið ein
— Japanir. Hvar vora þeir,
hverju hótuðu þeir og hvað var
á seiði? Foo Sung sagði: „Frú-
in veit það,“ og hann fór á fund
hennar. Þegar hann kom aftur,
sagði hann: „Mikill japanskur
floti nálgast. Öllum skipum
hefir verið fyrirskipað að láta
úr höfn í nótt eða næstu nótt.
Ástandið er alvarlegt. Þið skul-
uð flýta ykkur um borð í
snekkjuna.“
Althea ætlaði sér að verða
eftir, og Laurel og Lanney
flýttu sér því niður á bryggjuna,
þar sem báturinn frá Oriole átti
að bíða þeirra. En þar var eng-
inn bátur. Þau svipuðust um, en
settust svo niður og hugðust
bíða. Lanny sagði: „Ef til vill
er báturinn að fara með Reverdy
út í snekkjuna.“ En Laurel taldi
ólíklegt, að hann hefði verið
svo lengi hjá landstjóranum.
Þau töluðu um að leigja sér
sampan eða árabát og leita
snekkjuna uppi á legunni, en
það hefði verið hættulegt, því
að þoka var á; þau myndu
hvorki finna snekkjuna né rata
til sama lands. Þetta var staður-
inn, þar sem þau áttu að bíða,
um það var ekki að villast.
Reverdy hafði sagt, að ekki yrði
lagt úr höfn, fyrr en um morg-
uninn. Þau höfðu nægan tíma
til stefnu.
Nóttin leið seint, og á meðan
þau biðu dagrenningarinnar,
fóru þau að velta málinu fyrir
sér. Lanny var smeykur um, að
Oriole væri farin — Reverdy
hefði ekki getað beðið eftir
þeim. Lizbet hefði auðvitað ver-
ið flutt um borð í stjórnarbátn-
um. Ef til vill hefði það verið
að ráðum landsstjórans að nota
þokuna til þess að skýla skip-
inu, er það laumaðist út úr höfn-
inni og fram hjá flota Japana.
Laurel reyndi að afsaka frænda
sinn. Hann varð að hugsa um
velferð fólksins um borð, ekki
síður en um þau.
Lanny sagði: „Ég hefði gam-
an af að vita, hvaða áhrif hegð-
un okkar kvöldið góða hefir á