Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 90
88
TjRVAL
sekúndna þögn, tók hann klaufa-
lega á krítarmolanum og krot-
aði töluna 17 373 979.
Hina miklu lærdómsmenn rak
í rogastanz. „Ekki er óhugsandi,
að hann hafi lagt vissar tölur
á minnið,“ hugsuðu þeir. „Það
er eina hugsanlega skýringin á
því, að slíkur fábjáni skuli geta
fengið rétt svar við þessu svona
fljótt.“
Næsta spurning var öllu erf-
iðari. „Gerið svo vel að hefja
tvo upp í 89. veldi, herra Ver-
aege,“ sagði stjörnufræðingur-
inn.
Aftur lyftist magra höndin
upp að töflunni, og pilturinn
ritaði útkomuna: 6089302728-
83777846205939712. Hann hugs-
aði sig aðeins um mjög skamma
hríð.
Á næstu f jórum klukkustund-
um heyrðu stjörnfræðingamir
sér til vaxandi undrunar, að
hann leysti hinar þyngstu talna-
þrautir, er fyrir hann voru lagð-
ar — án sýnilegs erfiðis. Þeir
athuguðu rissbókina, sem hann
hafði haft með sér, og sáu, að
hún var útkrotuð af heilum
hersingum talnaþrauta, sem all-
ar voru nákvæmlega rétt leyst-
ar.
Einn þeirra, er prófaði hann,
skrifaði síðar um þennan unga
galdramann: „Hin fullkomnasta
reiknisvél gæti ekki unnið með
eins miklum hraða og heili
þessa drengs. Það er hreinasti
barnaleikur fyrir hann að hef ja
tölur upp í þriðja veldi, eða
sjötta eða sjöunda. Sennilega
hefir hann vissar aðferðir til
að leysa þrautir sínar, en því
miður er orðaforði hans af svo
skornum skammti, að hann get-
ur enga grein gert fyrir aðferð-
um sínum.“
Árangur þessa fundar varð
sá, að hinir aðþrengdu stjörnu-
fræðingar gáfu Óskari Veraege
vandað heiðursskjal, og meðal
annars stóð þar eftirfarandi:
„Óskar Veraege er furðulegt
fyrirbrigði. Hann mun hljóta
almenna frægð.“
Hinir óvenjulegu hæfileikar
Óskars Veraeges voru alls
óþekktir, unz foreldrar hans
fóru með liann til frægs geð-
veikralæknis í febrúarmánuði
1943. Gæti nú blessaður læknir-
inn ekki gefið þeim góð ráð,
svo að sonur þeirra, sautján ára,
gæti náð sama andlega þroska
og jafnaldrar hans? spurðu þau.
Geðveikralæknirinn kvað upp
úr með, hvað að væri, áður en
hann hafði lokið rannsókn sinni.