Úrval - 01.04.1947, Blaðsíða 123
TIL MIKILS AÐ VINNA
121
með kínverskum hnefaleikum,
ræðum og með því að syngja
hergöngulag skœruliðanna.
Þau fengu far með rísvagni
upp eftir dalnum, sem Yenfljót-
ið fellur eftir, og að lokum
komu þau, þreytt og ferðlúin, til
hins langþráða markmiðs,
Yenanborgar, sem var þrjú þús-
und ára gömul, samkvæmt upp-
lýsingum leiðsögumannsins.
Samstafan „an“ þýðir „friður,"
en hann hefir verið tálvon í
þrjátíu aldir. Á einni hæðinni
stóð risastórt musteri, sem átti
að vera til varnar óvinainnrás;
en það hafði ekki haft neina
þýðingu gegn Mongólum, og
virtist ekki heldur koma að
neinu gagni nú gegn Japönum.
Þeir höfðu varpað sprengjum á
borgina í hálft fimmta ár og fá
hús voru með öllu óskemmd;
flest voru þaklaus, þótt veggirn-
ir stæðu enn uppi.
Það voru fáir Ameríkumenn í
Rauða-Kína, og koma hjónanna
vakti mikla athygli; allir vildu
hitta þau og taka í hönd þeirra-
því að íbúarnir höfðu tekið upp
þann vestræna sið.
Hérna var sameignarbúskap-
ur: almenningseldhús og borð-
salir; barnaheimili; framleiðsla
og dreifing með samvinnusniði;
heilsuvernd og kennsla sam-
eiginleg. Stúdentar unnu að
nokkru leyti fyrir sér með erfið-
isvinnu. í læknaskólanum fóru
stúdentarnir út undir bert loft
með rokka sína, og spunnu band
í þrjár klukkustundir á hverjum
morgni, ef veður leyfðu. Menn
hjálpuðust að við húsbyggingar
og landbúnaðarstörf, og var
þetta nefnt ,,vinnuskipti.“
En félagshyggjan, sem ríkti
þarna, var þó þýðingarmest.
Hér var bræðralag og gagn-
kvæm hjálp; trú á mannlega
getu, trú á nýjar, fullkomnar
stofnanir; afnám ágirndar og
sérhyggju; sköpun nýrrar hóp-
vitundar.
Frá Yenan dreifðist áróður-
inn um þetta til f jögur hundruð
milljón Kínverja. Yenan var
höfuðborg kommúnistastjórn-
arinnar og aðalbækistöð hers
hennar. Lanny varð ljóst, hve
geysisterk þessi hreyfing var;
ekki aðeins Balu Chun aðalher-
inn, heldur og skæruliðarnir,
sem veittu stöðugt viðnám í
þessu víðlenda ríki. Það var tal-
ið, að Japanar réðu yfir öllum
norðausturhluta Kína, en svo
var ekki 1 raun og veru; þeir
réðu yfir hafnarborgunum,